Leita í fréttum mbl.is

Hótar að skjóta umboðsmanni eins og vígahnetti útí Reykjavíkurtjörn

fugl3Á dögunum var haft eftir gagnmerkum og mjög valdamiklum framsóknarmanni, að menn settu sér siðareglur til að hafa einhverjar siðareglur við hendina til að brjóta. Þetta svar framsóknarmannsins minnir óneitanlega á svar matsveinsins við þeim orðum hjákonu sinnar að hún ætlaði sér í nærbuxurnar, en þá varð umræddum matsveini að orði: ,,Til hver að fara í nærbuxur, esska? Það er bara til að farúr þeim aftur, esska."

Nú er sem sé komið á daginn, að ríkisstjórn helstu auðvaldflokkanna notar hinar gömlu siðareglur Jóhönnu Sig og Steingríms, eins og þau eru nú siðleg, til að fara eftir eða brjóta eftir atvikum. Þetta er fjarska góð aðferð hjá ríkisstjórninni, en betra væri þó að hún hefði aungvar andskotans siðareglur til flækjast fyrir ráðherrum. Ekki er þó enn útséð með, að Sígmúndur Dávíð og félagar hafi í nokkru farið eftir siðareglum Jóhönnu og Steingríms og enn minni líkur á að þau geri það framvegis í ljósi þess sem á undan er gengið.

Í lok bréfs Sígmúndar Dávíðs til umboðsmanns Alþingis, spyr hann umboðsmanninn hvort hann hafi sett sér einhverjar siðareglur. Með þessari spurningu á forsætisráðherra auðvitað við, að umboðsmaður Alþingis sé siðlaus í embættisfærslum og skuli halda sér á mottunni, annars eigi hann á hættu að þjóta eins og vígahnöttur útí Reykjavíkurtjörn og verða þar að fæðu fyrir sílamáfa og önnur illfygli. Þessi glæsilegi lokahnykkur á bréfi forsætisráðherra er til algjörrar fyrirmyndar og væntum vér öll, að héðanífrá ljúki öllum bréfum, sem ráðherrar senda, í þessum sama anda.
mbl.is Fara eftir siðareglum frá 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband