Leita í fréttum mbl.is

Sniðugur kall grefur sína eigin gröf

kenn1.jpgSniðugur kall, Sgurður G. lögmenni, og alvanur að smjúga fram og til baka um völundarhús braskaramenningarinnar af fimi minksins. Honum munar ekki um að saka hina og þess um fjárdrátt, þjófnaði og falsanir, ef hann telur það þjóna hagsmunum sínum og menningarheimsins sem hann heyrir til. Jafn heiðskýr og áhugasamur maður um fagurt mannlíf á Íslandi er ekki til. En fagurt mannlíf byggist ekki hvað síst á því, að auðvaldsbelgir sjái til þess með harðri hendi, að blaðamenn og fréttasnápar fjalli um þá af virðingu í borgaralegum glimmerstíl.

En þótt Sigurður G. telji það forgangsmál nú um stundir, að ganga tryggilega frá sjóaranum frá Flateyri, sem óvart varð ritstjóri DV, þá er ég hræddur um að sá bardagi sé lögmenninu fyrirfram tapaður. Ástæðan fyrir því að þessi sniðugi kall muni óhjákvæmilega liggja á grúfu í svaðinu er einfaldlega sú, að með hortugheitum sínum og auðvaldsbelgingi í garð Reynis Traustasonar, beinir hann kastljósinu fyrst og fremst að sjálfum sér. En það mun hafa þær afleiðingar, að menn munu fá ódrepandi áhuga á að gegnumlýsa þennan Viga-Styrr á arðránsakrinum og það held ég störf hans að baktjaldamakki og þöggun þoli ekki nema svona rétt í meðallagi.
mbl.is Sakar stjórnarmenn DV um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband