Leita í fréttum mbl.is

Hún var kokkur í sinni sveit

mat2.jpgÉg hefi alltaf gaman að matreiðsluþáttum, enda var ég með nokkrum stórbrotnum matreiðslumeisturum á sjánum í gamla daga. Eftirminnilegastir þessara fóðurmeistara voru tvímælalaust hr. E. B. Sig og Skonsukarlinn, enda þjóðsagnapersónur í lifanda lífi. Því miður eru báðir þessir meistarar farnir á vit feðra sinna og hræra þar í pottum og pönnum með bokkuna hálffulla við hliðina á eldavélinni. Svo kynntis maður líka illa örtuðum eiturbrösurum, en það er best tala sem minnst um þá djöfla.

Svo var ég líka á sjó með nokkrum kvenkokkum, sem allar stóðu sig með stakri prýði, en ólíkar fyrrnefndum E. B. Sig og Skonsukarlinum hvað umsvif og talsmáta varðaði.

Annars eru vondir matsveinar og matsveinnkur sérstakur kapítuli út af fyrir sig. Einhverju sinni réðu þeir kvenmannsbelg sem ráðskonu og matargerðardömu hjá vegavinnuflokki, sem hafði bæki stöð upp til sveita. Fljótt kom á daginn, að kona þessi var ekki aldæla við pottana og máttu menn brynja sig miklu kæruleysi og sjálfsögun til að leggja sér til muns það er hún sletti á borðið. Um þess kerlu orkti einn vegavinnumaðurinn eftir að hann var sloppinn lifandi úr fæði hjá henni:

Hún var kokkur í sinni sveit,
sóðalegri en nokkur geit.
Í matinn bæði meig og skeit,
- en hvað er að fást um það?
mbl.is Matreiðsluþáttur Mörtu Maríu - Haustsalat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha svakalegur kveðskapur þetta :-)

Níels A. Ársælsson., 9.9.2014 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband