Leita í fréttum mbl.is

Fékk sér of mikið neðaní því og svo var barist

ingv42.jpgNú hefir Bjarni Ben fengið sér of mikið neðaní því í öllum gleðilátunum vegna afsagnar Hönnu Birnu, fyrst hann slær því fram, að hin hrapaða vonarstjarna andstæðinga Bjarna í Sjálfstæðisflokknum geti orðið ráðherra á ný á kjörtímabilinu. En við skulum samt virða ummæli Bjarna á besta veg, því þegar menn hafa skálað linnulaust í kampavíni í margar klukkustundir geta þeir orðið sætkenndir, jafnvel blindfullir, og sagt ýmislegt sem þeir meina ekkert með.

Á heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns, brutust út slagsmál í gærkvöldi útaf afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og kvað svo rammt að, að kalla varð út fjölmenna lögreglusveit, þar á meðal nokkra sérsveitarmenn, til að lægja öldurnar. Þar slógust og kútveltust um stofugólfið í illskeyttum fangbrögðum ekki ómerkari persónur en frú Ingveldur sjálf, Kolbeinn, Máría Borgargagn, Brynjar Vondalykt, Óli Apaköttur, Haffi Frænka, Truggi Fokk, Vindey Hross, Vigga Sleggja og Sigurveig Dræsa, sem öll eru framúrskarandi félagar í Sjálfstæðisflokknum, nema Kolbeinn, sem er framsóknarmaður eins og alþjóð veit. Þarna slógust líka í þvögunni allnokkrir ónafngreindir þingmenn og ráðherrar Sjáfstæðismafíunnar. Allt þetta fólk gargaðaði mjög grófum hatursorðum hvert að öðru í íllsku sinni og fullkomnu mannhatri. Þetta var semsagt samkvæmi, sem þjóðin ætti að hundskast til að læra af.


mbl.is Gæti orðið ráðherra á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég segi nú ekki margt yfir þessari ótímabæru yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins, hvað honum gengur til er algjörlega úti á hafsauga fyrir mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2014 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband