Leita í fréttum mbl.is

Fransóknaríhaldið á förum - farið hefur fé betra.

Það er greinilegt, að ríkisstjórnin á mjög í vök að verjast og fari fram sem horfir munu íslendingar verða svo lánssamir í vor að vera lausir við bæði Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk úr stjórnarráðinu. Það veltur samt nokkuð á stjórnarandstöðunni hvernig til tekst að reka undanhald ríkisstjórnarinnar, þessvegna verður stjórnarandstaðan að standa vel saman að því verkefni. Það gengur semsé ekki í baráttunni fram undan að stjórnarandstöðuflokkarnir beini kröftum sínum hverjir að öðrum, það ætti t.d. Samfylkingin að hafa hugfast næstu átta vikurnar.
mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara ríkistjórnin sem mun fara heldur bankarnir líka.  Þá getum við loks einbeitt okkur að selja vatn og aðgang að norðurljósunum eins og Steingrímur J. lýsti yfir.  Þar eru nefnilega peningarnir til að halda úti öflugu velferðarkerfi.

Kalli (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 07:45

2 identicon

Þetta sýnir að Vg er fyrst og fremst borgarbúaflokkur, þaðan fá þeir mest fylgi.  Ef Vg kemst í stjórn mun landsbyggðin endanlega deyja og Ísland verður borgríki.  Vg eru vísir til að kyppa álverinu á Reyðarfirði úr sambandi einfaldlega af princippástæðum.  Vg er mjög þjóðernissinnaður flokkur og vill engar breytingar né uppbyggingu í landinu nema helst á Höfuðborgarsvæðinu, stefna VG er skýr hvað þetta varðar.  Landsbyggðin á að vera einn allsherjar þjóðgarður og útivistarsvæði í nafni náttúruverndar. 

Vg hefur bara þrjú stefnumál; að komast í stjórn, náttúruvernd (en reyndar ekki umhverfisvernd) og að stöðva allar stórframkvæmdir (nema helst á Höfuðborgarsvæðinu). 

Þeir sem kjósa Vg eru að greiða atkvæði með afturför og gegn landsbyggðinni.  Þeir fá í staðinn atvinnuleysi, óðaverðbólgu og stórt ríkisbákn vegna eftirlitsiðnaðar sem koma á á fót.  Það má segja að þessir kjósendur fá þá það sem þeir eiga skilið!

Komandi pólítískur flóttamaður (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 08:59

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svo er að sjá, að mikil ofsahræðsla hefur gripið um sig í herbúðum ríkisstjórnarsinna enda ömurleg tilhugsunin um að vera stuggað frá kjötkötlunum. En ekki er víst að hamslaus lyga- og hræðsluáráður gegn stjórnarandstöðuflokkunum gangi upp í þetta sinn. Hvað eiga t.d. fullyrðingar eins og "að VG sé fyrst og fremst borgarbúaflokkur, þaðan fá þeir mest fylgi2 að þýða, þegar staðreyndin er að VG stendur best að vígi í Norðausturkjördæmi? "Að þeir sem kjósa VG eru að greiða atkvæði með afturför og gegn landsbyggðinni", og fá í þokkabót yfir sig atvinnuleysi, óðaverðbólgu og stórt ríkisbákn. Þegar fólk fer fram með slíkar taugaveiklunaryfirlýsingar mætti ætla að viðkomandi telji að kjósendur séu upp til hópa óupplýstir kjánar. En það eru staðreyndirnar sem tala: Landsbyggðinni hefur verið stöðugt á undanhaldi í tíð núverandi stjórnvalda, óðaverðbólgunni, sem geysað hafði áratugum saman, var náð niður síðast þegar vinstristjórn var við völd, steingrímur J. var meðal annarra í þeirri stjórn og Ögmundur Jónasson var formaður BSRB sem kom mjög náið að átakinu gegn verðbólgunni. Sjálfstæðisflokkurinn var hinsvegar í stjórnarandstöðu þegar verðbólgan var brotin á bak aftur. Og ríkisbákn eftirlitsiðnaðar!!! ... ég held menn ættu að líta í kringum sig og kanna afrek Framsóknaríhaldsins í þeim efnum. 

Jóhannes Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála þér Jói eins og alltaf.

Níels A. Ársælsson., 23.3.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband