Leita í fréttum mbl.is

Dulfróður maður veit hvað þar átti sér stað

drau2.jpgTjahh, það er nú það. Hvað skal segja. En að mér læðist illur grunur.

Það er ekki einleikið að tvívegis, með örstuttu millibili, skuli vera komið á jeppa inní Gufuneskirkjugarð og spólað þar af alefli á leiðum garðbúa þannig að hjólförin ná langleiðina niður á kistulok þeirra. Hver ásetningurinn er með þessum aðförum veit ég að sjálfsögðu ekki, en dulfróður kunningi minn segir, að ekki sé um að villast, að þarna hafi átt að fara fram upprisa, átt hafa að vekja upp draug til vinna uppvekjaranum ýmis einkennileg verk honum til hagsbótar.

Nú er það ekkert nýtt á Íslandi að menn reyni að vekja upp draug og er slík iðja síður en svo óalgengari nú til dags en fyrr á öldum. Að vísu er almennt illa þokkað að vekja upp draug og þykja uppvakningar óhugnanleg fyrirbæri, enda oftar en ekki hin verstu fól. Til dæmis er talið sannað, að fádæma illmenni úr Valhöll hafi vakið Frjálshyggjudrauginn uppaf fjöldagröf í Mesapótamíu, en það illyrmi hefir á síðustu áratugum lagt margar þjóðir í álög og óþrifnað.

Hinn dulfróði kunningi minn segist svo sem vita hvaða þrjótar hafi verið að verki í Gufuneskirkjugarði, hann þekki nefnilega handbragðið á þessum ósköpum. Ef honum skjátlist ekki því meir, þá hafi þeir félagar Brynjar Vondalykt og Óli Apaköttur verið þar á ferð og ekki gengið gott til. Þessir andskotans ónáttúrubesefar séu á höttunum eftir uppvakningi, sem hægt sé að nota í pólitískum tilgangi. Ennfremur að Apakötturinn og Vondalyktin hafi verið gerðir út til ódæðisins af enn meiri og voldugri ónáttúrubesefum. Það er því eins gott fyrir almenning, að sjá í gegnum sjónhverfingar stjórnvalda og pólitíska reimleika á næstunni, ef útsendurum þeirra hefir tekist að vekja upp óstöðugar sálir sér til fulltingis.


mbl.is Ók yfir leiði af „aulahætti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband