Leita í fréttum mbl.is

Gísli Ólafsson á Rauðalæk bannfærður.

Annan sunnudag eftir þrettánda var bóndi í Holtum, Gísli Ólafsson, bannfærður við guðsþjónustu í Árbæjarkirkju fyrir vanrækta altarisgöngu.

Sóknarprestur Gísla, séra Bárður Jónsson, las bannfæringuna að lokinni predikun, samkvæmt fyrirmælum Jóns biskups Árnasonar. Þetta voru niðurlagsorðin:

,,Og þar sem ég efast ekki um, að þér öll, sem eruð sannkristnar manneskjur, séuð mér sammála um þetta, eftir því sem segir í guðs orði um slíkan djöfullegan verknað og fúlustu andstyggð, þá vil ég í nafni herrans Jesú Krists og með hans fulltingi, og í nafni embættis míns og kristilegrar kirkju, kunngera og tilkynna opinberlega, að Gísli Ólafsson er fyrir syndir sínar hér með bannfærður og útilokaður frá kristilegum söfnuði og kristilegu sakramenti sem heiðingi og undir reiði guðs, sem hann hefur fellt á sig sjálfur með harðlyndi sínu og betrunarleysi. Og hér með afhendi ég hann í Satans hendur til líkamlegrar tortímingar í von um, að sál hans megi eftir sanna umvendun verða frjáls og sæl á hinum efsta degi. (Janúar 1723) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er aldeilis. Þetta bara eins og í dag þegar menn eru bannfærðir og settir út af sakramentinu fyrir brottkast á fisktittum.

Níels A. Ársælsson., 25.3.2007 kl. 15:16

2 identicon

Hverning fær maður svona fína þjónustu hjá prestum í dag, get ég fengið svona skjalfest um mig?

Einarer (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband