Leita í fréttum mbl.is

Er Framsóknarflokkurinn virkilega svona forríkur?

Það er merkilegt, svo ekki sé meira sagt, að það skuli vera Framsóknarflokkurinn sem óskar eftir því að flokkarnir eyði sem mestum fjármunum í aulýsingar fyrir kosningarnar. Miðað við áhuga almennings á þessum úrsérgengna stjórnmálaflokki hefði maður haldið, að hann hefði ekki úr miklu að moða þegar kemur að peningum sem hann þarf að borga úr eigin vasa. En öðru nær, Framsóknarflokkurinn lætur sem hann sé stór og mikill þegar kemur að fjáútlátum í auglýsingaskrum, eins og hann sitji á digrum sjóðum gulls. Það er einhver fjandinn í þessu dæmi sem gengur ekki upp í venjulegum stærðfræðilegum skilningi.
mbl.is Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér skilst nú að hann eigi sér inngrip á ýmsum stöðum, bönkum, tryggingarfélögum og fleiri fyrirtækjum sem skulda þeim smá verðlaun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þeir sitja á stærsta þýfi mannkynssögunar. Búnaðarbankanum, fiskveiðiauðlindinni og öllum sjóðum Samvinnuhreifingarinnar.

Níels A. Ársælsson., 26.3.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það hafa margir orðið ríkir á að vera innvígðir og innmúraðir Framsóknarmenn, Finnur, Óli Óla o.s.frv. Má ekki leiða að því líkum að þessir menn séu að styðja vel fjárhagslega við sína menn?

Eggert Hjelm Herbertsson, 26.3.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband