Leita í fréttum mbl.is

Aumingja kvótakarlarnir og erfingjar þeirra.

Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, nema að því leyti að til sé fólk, fátt að vísu, sem telur að frumvarpsnefnan GeirJóns hafi aukið mjög traust manna á ríkisstjórninni. Og hverjir ætli það séu sem öðluðust þetta aukna traust á sínum mönnum, varðhundum kvótakerfisins, sem ætluðu að gera sér hægt um vik og skíta í stjórnarskrána? Það kæmi mér ekki á óvart, að þar séu á ferð talíbanískir kvótahandhafar og erfingjar þeirra. Í því sambandi verð ég að gera þá játningu, að eitt það skemmtilegasta sem ég heyri, eru skrækirnir í litlu kvótaerfingjunum þegar þeir taka sig til að verja kvótakerfið og kvótan ,,hans pabba" og verða klökkir og vöknar um augu ef talið berst að óhjákvæmilegum breytingum á kerfinu, sem í þeirra huga er fyrir löngu orðið að tryggingu fyrir réttmætu erfðagóssi þeim til handa þegar ,,sá gamli" verður úr heimi hallur. 
mbl.is Meirihluti telur frumvarp um þjóðareign hafa dregið úr trausti á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sér er nú hvað ætli kjósendur opni augun í þetta skiptið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband