Leita í fréttum mbl.is

Bćjarblađiđ Jökull bregst ekki.

Ţađ fór sem mig grunađi, ađ Bćjarblađiđ Jökull, léti sem ekkert vćri og birti ekki svo mikiđ sem stafkrók um dóm Hérađsdóms Vesturlands í máli fyrrum starfsmanns Snćfellsbćjar gegn Snćfellsbć. En eins og kunnugt er, og viđ var ađ búast, tapađi Snćfellsbćr málinu.

Í Bćjarblađinu Jökli, sem rétt í ţessu var ađ berast inn um bréfalúguna, er aftur á móti svo hljóđandi auglýsing: ,,Hlustar ţú stundum á Bylgjuna? Steingrímur J. Sigfússon formađur Vinstri Grćnna, auk annarra vinstri manna, var andsnúinn ţví ađ einkareknar útvarpsstöđvar yrđu ađ veruleika, eins og ţćr urđu 1985. Hefđu ţeir mátt ráđa vćri ríkisútvarpiđ eini valkosturinn." Undir ţetta ritar: ,,Forseti. Félag Ungra Sjálfstćđismanna."

Af ţessari frumlegu auglýsingu má ćtla, ađ litlu, sćtu stuttbuxnadrengirnir í Snćfellsbć séu eitthvađ skelkađir og séu međ skilabođum sínum ađ sýna fram á hvađ Steingrímur J. sé vondur mađur og vís ađ loka öllum útvarpsstöđvum, ađ undanskyldu RÚV ohf., ef hann kćmist í ríkisstjórn.

Í nćsta Jökli verđur svo vćntanlega auglýsing frá Forseta og Félagi Ungra Sjálfstćđismanna, ţess efnis ađ Steingrímur J. og Ögmundur Jónasson hafi veriđ andvígir ađild Íslands ađ innrásinni í Írak.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Eru ţetta hlandhausarnir sem erfa eiga kvóta sem láta svona ?

Níels A. Ársćlsson., 29.3.2007 kl. 20:41

2 identicon

Ţađ er erfitt ađ heyra sannleikan enda hefur Jóhannes ekki enn látiđ verđa ađ ţví ađ svara mér á minni eigin síđu um málefni RÚV. Ţess má geta ađ Steingrímur barđist gegn mjólkursölu í matvöruverslunum, frjálsum opnunartíma verslanna, bjórnum, frjálsum flutning grćnmetis ( hver man ekki eftir grćnmetisverslun ríkisins sem skaffađi svínafóđur í stađ kartaflna stóran tíma árs)

Steingrímur er ekkert unglamb í ţessu mađurinn er harđurlínu kommi sem berst međ tá og fingri gegn sjálfsögđu frelsi fólks til athafna. 

P.s. Erfitt ađ vera ţiđ 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráđ) 30.3.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvađa sannleikur er ţađ, Villi minn, sem ţú telur ađ mér ţyki erfitt ađ heyra?

Varđandi félaga Steingrím, ţá ráđlegg ég ţér ađ hafa milliliđalaust samband viđ hann sjálfann og yfirheyra hann vel og vandlega um afstöđu hans í ţessum málum sem ţú tiltekur, sem og öđrum sem ţú hefur eflaust í pokahorninu. Ađ ţví loknu vćri viđ hćfi ađ ţú gćfir greinargóđa skýrslu á bloggsíđunni ţinni um yfirheyrsluna.

Jóhannes Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 07:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband