Leita í fréttum mbl.is

Bæjarblaðið Jökull bregst ekki.

Það fór sem mig grunaði, að Bæjarblaðið Jökull, léti sem ekkert væri og birti ekki svo mikið sem stafkrók um dóm Héraðsdóms Vesturlands í máli fyrrum starfsmanns Snæfellsbæjar gegn Snæfellsbæ. En eins og kunnugt er, og við var að búast, tapaði Snæfellsbær málinu.

Í Bæjarblaðinu Jökli, sem rétt í þessu var að berast inn um bréfalúguna, er aftur á móti svo hljóðandi auglýsing: ,,Hlustar þú stundum á Bylgjuna? Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri Grænna, auk annarra vinstri manna, var andsnúinn því að einkareknar útvarpsstöðvar yrðu að veruleika, eins og þær urðu 1985. Hefðu þeir mátt ráða væri ríkisútvarpið eini valkosturinn." Undir þetta ritar: ,,Forseti. Félag Ungra Sjálfstæðismanna."

Af þessari frumlegu auglýsingu má ætla, að litlu, sætu stuttbuxnadrengirnir í Snæfellsbæ séu eitthvað skelkaðir og séu með skilaboðum sínum að sýna fram á hvað Steingrímur J. sé vondur maður og vís að loka öllum útvarpsstöðvum, að undanskyldu RÚV ohf., ef hann kæmist í ríkisstjórn.

Í næsta Jökli verður svo væntanlega auglýsing frá Forseta og Félagi Ungra Sjálfstæðismanna, þess efnis að Steingrímur J. og Ögmundur Jónasson hafi verið andvígir aðild Íslands að innrásinni í Írak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Eru þetta hlandhausarnir sem erfa eiga kvóta sem láta svona ?

Níels A. Ársælsson., 29.3.2007 kl. 20:41

2 identicon

Það er erfitt að heyra sannleikan enda hefur Jóhannes ekki enn látið verða að því að svara mér á minni eigin síðu um málefni RÚV. Þess má geta að Steingrímur barðist gegn mjólkursölu í matvöruverslunum, frjálsum opnunartíma verslanna, bjórnum, frjálsum flutning grænmetis ( hver man ekki eftir grænmetisverslun ríkisins sem skaffaði svínafóður í stað kartaflna stóran tíma árs)

Steingrímur er ekkert unglamb í þessu maðurinn er harðurlínu kommi sem berst með tá og fingri gegn sjálfsögðu frelsi fólks til athafna. 

P.s. Erfitt að vera þið 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða sannleikur er það, Villi minn, sem þú telur að mér þyki erfitt að heyra?

Varðandi félaga Steingrím, þá ráðlegg ég þér að hafa milliliðalaust samband við hann sjálfann og yfirheyra hann vel og vandlega um afstöðu hans í þessum málum sem þú tiltekur, sem og öðrum sem þú hefur eflaust í pokahorninu. Að því loknu væri við hæfi að þú gæfir greinargóða skýrslu á bloggsíðunni þinni um yfirheyrsluna.

Jóhannes Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband