Leita í fréttum mbl.is

Aðeins eitt mál á dagskrá

Karl MarxÞað er illa komið fyrir stjórnmálum á Íslandi þegar innantómur, kjána- og þvargaraflokkur eins og Píratar mælast stærstir eða næststærstir í hverri skoðannakönnunuinna af annarri. En það er svosem ekki við öðru að búast í ljósi þess hvernig hinir flokkarnir hafa hagað sér síðustu ár. Við sitjum uppi með sex hægriflokka, mis frjálshyggjuskotna, sem virðast hafa það eitt að markmiði, að vera nógu kapítalískir, udirförulir og lýgnir.

Á morgun hefst landfundur Samfylkingarinnar. Á þeim fundi ætti, að öllu eðlilegu, aðeins að vera eitt mál á dagskrá: Að leggja Samfylkinguna niður. Á næstu landsfundum hinna stjórnmálaflokkanna ætti sama mál að vera það eina sem tekið verði til afgreiðslu. Í framhaldi af tímbæru brotthvarfi þessara handónýtu tækifærissinnaflokka, gæti myndast ráðrúm til að koma á laggirnar róttækum og raunverulegum vinstriflokki, sem segði kapítalismanum og hans fylgifiskum og úrkynjun stríð á hendur. Grundvallaratriði við stofnun slíks flokks væri, að ekki ein einasta hræða sem nú er í forsvari fyrir stjórnarandstöðuflokkanna kæmi nálægt því verki; því fólki er fullgott að finna fjölina sína í Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum því þar á það heima.

Það er kominn tími til, að allir raunverulegir vinstrimenn, sósíalistar, verkalýðssinnar, losi sig við kapítalíska álagahjúpinn, sem legið hefur yfir öllu og öllum eins og mara í alltof mörg ár, og gangi til þeirra verka að breyta þjóðfélaginu úr gráðugu og samdauna þjófafélagi í yfirvegað samfélag þar sem enginn afsláttur er veittur í sambandi við jöfnuð, heiðarleika, frið og bræðralag.


mbl.is Píratar stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er til róttækur, raunverulegur vinstriflokkur. Hann heitir Alþýðufylkingin.

Vésteinn Valgarðsson, 19.3.2015 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband