Leita í fréttum mbl.is

Krónískur sjúkdómur sem aungvar óperasjónir né lyf geta læknað

kolb9.jpgÍ dag fór frú Ingveldur með Kolbein eiginmann sinn til læknis. Það lá fremur illa á frú Ingveldi, því hún tjáði lækninum með þjósti, að nú væri hlaupin þvílík andskotans óðakynvilla í Kolbein að fullkomin hörmung væri að. Og hún heimtaði af blygunnarlausri frekju, að læknirinn læknaði eiginmann sinn tafarlaust af þessari bölvaðri ónáttúru. Læknirinn, sem var óviðbúinn áreyti af þessu tagi, starði gapandi á hin óhamingjusömu hjón, þar til frú Ingveldur sagði honum, að nú þýddi ekki að gapa slefandi eins og dauður þorskur. - Ja, ég kann víst fá ráð við svona kvilla, stundi læknirinn upp. - Þetta er krónískur sjúkdómur, sem aungvar óperasjónir eða lyf bíta á. En þér gætuð reynt að fara með hann til hans Gunnsa hérna í Krossinum, mér er sagt að hann hafi náð ágætum árangri við svona tilfelli.

Frú Ingveldur varð bálreið vegna dræmra undirtekta læknisins og skilningsleysis hans á vandamálinu. Hún brá því á það ráð að segja honum að vera ekki að blanda Gunnsa í Krossinum inní svo alvarlegt mál, enda þefði sá þorpari ekki getað snúið ofanaf einum einasta öfugugga. Ef hann læknaði Kolbein ekki á stundinni skildi hann eiga sig á fæti. - Þú skalt gera þér grein fyrir því, apakötturinn þinn, æpti hún, - að ef ég læt til skarar skríða á annað borð þá meiði ég ekki, heldur drep. Þegar þar var komið sögu, sá læknirinn sér ekki annars úrkostar en að hefja lækningu á sjúklingum.

Á heimleiðinni var Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri kominn svo langt í bataferlinu, að hann gat ekki stillt sig um að fara með læsa krumlunni í innanvert lærið á eiginkonu sinni og segja henni í leiðinni, að nú væri úr sögunni fryggðarlostinn sem hann bar til Brynjars Vondulyktar og Indriða Handreðs.


mbl.is Skiptir sér ekki af umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband