Leita í fréttum mbl.is

Draugagangur í kvöldfréttatíma - Halldór gengur aftur.

Það vantar ekki, að ýmsilegt kyndugt verður á vegi manns, aðallega í fjölmiðlum, þessa daganna enda kanske ekki við öðru að búast. Til dæmis, varð ég vitni að reimleikum í fréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Aðvitað brá mér nokkuð við uppðakomuna, ekki síst vegna þess að ég er mjög óvanur draugagangi og hef um dagana látið það algjörlega vera að hnýsast utan í spíritisma og annað þessháttar kukl. En í gærkvöldi fékk ég semsagt ,,sönnun" eins og það er kallað á máli andtrúarmanna. Maður nokkur, sem ég hélt vera kyrfilega kistulagðan og jarðsunginn inn í eitthvert samnorrænt batterí, tók semsé allt í einu að mæla upp úr sinni pólitísku gröf í kvöldfréttatímanum eins og hver önnur skotta og var bara ansans ári góður með sig þegar tekið er tillit til burtsofunar hans fyrir nokkru síðan. Þessi mælski uppvakningur heitir Halldór Ásgrímsson og var ekki annað að heyra en karlinn væri í þó nokkru varnarstuði fyrir hönd Framsóknarflokksins, sem honum tókst í sinni tíð að gera að harðsvíruðum kapítalistaflokki sem engu eirir.

Hvað Halldór Ásgrímsson vill upp á dekk um þessar mundir er mér hulin ráðgáta því ég hélt að í ljósi afreka hans á stjórnmálasviðinu væri viturlegast fyrir þann karl að láta ekkert á sér kræla og nota heldur tímann í gröf sinni, í samnorræna batteríinu, til að skammast sín.

Að lokum frábið ég mér draugagang af hálfu Halldórs Ásgrímssonar og hans nóta í bráð og lengd í fjölmiðlum á Íslandi. Í fjölmiðlaheiminum eiga menn að vera vandir að virðingu sinni og láta ekki glepjast til fundar við nátttröll og uppvakninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég hef ekki orðið var við drauga síðan "Sídan Bom" hræddi líftóruna úr okkur krökkunum forðum daga í Dunhaga, stúkuhúsinu okkar á Tálknafirði. Ég bý stutt frá nefndum stað og dauðbrá að vonum í gærkveldi, hélt að draugsi væri kominn inn í gömlu gufuna.

Níels A. Ársælsson., 5.4.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband