Leita í fréttum mbl.is

Dauð atkvæði og Ágúst Ólafur.

Ekki get ég ímyndað mér að Smfylkingunni takist að skrapa til sín fylgi fram að kosningum, til þess er flokkurinn alltof sundurleitur og stefnufestufælinn, tvístígandi og óskýr. Hvað ,,dauð" atkvæði varðar, ættu menn að fara sér hægt. Það er engin þess umkominn að belgja sig út með kjaftæði í þá veruna að atkvæði greidd vissum flokkum komi til með að nýtast ekki, af því að viðkomandi flokkar nái ekki manni á þing. Þessa aðferð hefur Samfylkingin reyndar notað  tvívegis í alþingiskosningum gegn VG með þeim ágæta árangri að VG mælist um þessar mundir nokkuð stærri en áminnst Samfylking. Ágústi litla Óláfi væri nær að leiða hugann því hvort atkvæði greidd honum séu nokkuð sérlega lífleg atkvæði.

 


mbl.is Ágúst Ólafur: Hætta á að atkvæði detti niður dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jói eins og þú veist, þá er hinn efnilegi þingmaður að benda á að ríkisstjórnin heldur velli með minnihluta atkvæða. Það er vegna smárra framboða sem ná ekki 5% markinu. Það er erfiðara að bjóða fram núna ný framboð en áður var.

Samfylkingin er ekki sundurleit né stefnufestufælin. Með skýra stefnu í flestum málum (þó að sjávarútvegsstefnu undanskilinni- enda þarf sífelst að bregðast við breyttum aðstæðum þar).

Þessi sundurlausi - stefnulausi frasi kemur í öllum tilfellum frá þeim sem ætla ekki að styðja flokkinn og vita ekki um hvað þeir eru að tala. Ég skora á þig Jói að koma á landsfundinn og kynna þér málið.

Eggert Hjelm Herbertsson, 5.4.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband