Leita í fréttum mbl.is

Varaformaður VG skrifar.

Í gærkvöldi var ég svo óheppinn, að rekast á greinarstúf eftir Katrínu Jakobsdóttur, varaformann og frambjóðanda VG, í Fréttablaðinu frá 18. apríl. Í ráðaleysi mínu vissi ég ekki fyrr til en ég var búinn að lesa grein varaformannsins (eða á maður kanske að segja varaforkonunnar?), frá orði til orðs, allt til enda.

Nú skyldi einhver ætla, að ég, sósíalistinn, hefði forlyfst í andanum af hugsjónagleði við þennan ágæta kvöldlestur. En það var nú öðru nær. Fyrstu viðbrögð mín eftir lesturinn, var þakklæti fyrir að greinin er ekki lengri en raun ber vitni, þó að hún hafi náttúrlega verið allt of löng.

En hvað var það, í grein varaformannsins/konunnar, sem truflaði miðnættisandagt þess sem hér leggur orð í belg? Jú, ég fékk nefnilega sterkt á tilfinninguna, að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað þessa grein af einhverskonar skyldurækni vegna kosningana í vor en ekki vegna brennandi og djúpstæðs áhuga á málefninu og því síður af hugsjónahita hinns sannfærða. Hún byrjar t.d. grein sína á sjálfumglöðu grobbi um ríkidæmi Íslendinga og velmegun þeirra, víkur síðan talinu, eins og í framhjáhlaupi, að smáleiðindum út af því, að þó margir hafi það gott í þjóðfélaginu, hafi tekjulægsti hópurinn verið settu hjá í þjóðfélaginu. Það kemur auðvitað ekkert fram hjá Katrínu hver þessi ,,tekjulægsti hópur" er. Hvort hún á við einhvern tiltölulega lítinn hóp fólks, eða ekki, er mér gjörsamlega hulið enda kemur ekkert fram um það. Því næst hellir varaformaðurinn/konan sé út í almennt snakk um aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, slær síðan svolítið um sig með fáeinum ártölum, prósentutölum og tölum sem tilgreina peningaupphæðir, lítilshárttar þusi um tannverd barna og kostnað við að senda ungling í heimavist í framhaldsskóla. Þessa smávægilegu agnúa á hinu þrælgóðu þjóðfélagi segir Katrín að Vinstri-græn (grænir-grænt. Ljóta skrípið þetta nafn á flokknum) vilji laga með því að hætta að láta sjúklinga greiða fyrir veikindi sín og börn fyrir skólavist, velferðarkerfið sé fyrir alla, óháð efnahag. Og síðasta setning greinarinnar hljóðar svo: ,,Við viljum bæta kjörin og útrýma fátækt".

Þvílíkur eldmóður og hugsjónabál eins og kristallast í greinarstúf Katrínar minnir mest á þegar maður klappar hundinum sínum eða strýkur kettinum annars hugar og tuldrar eitthvað í leiðinni um að maður eigi að vera góður við skepnunar.

Ég hef reyndar lengi furðað mig á og botnað lítið í, hvaða erindi Katrín þessi á í pólitík og hvernig á því stendur að hún gegnir varaformennsku/kvennsku í VG því samkvæmt því sem ég hef heyrt og séð til hennar á pólitískum vettvangi finnst mér benda ótvírætt til að þar fari lítt efnilegur stjórnmálamaður, að ég segi ekki, pólitískt viðrini.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Pólitík. Hvaða tík er nú það ?

Níels A. Ársælsson., 21.4.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er svona tík sem framagosur og framagosar laðast að, oft kvikónýtt fólk með athyglissýki annann viðlíka ófögnuð.

Jóhannes Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband