Leita í fréttum mbl.is

Chavez, silkigallaliðið og sægreifarnir.

Þetta líkar mér, svona eiga stjórnmálamenn að vera.

Þegar Chavez verður búinn að taka til heima hjá sér væri upplagt að fá hann hingað til lands til að stjórna rækilegri vorhreingerningu í stjórnmálum á Íslandi. Ekki veitir af eftir áralanga græðgisvæðingu og annan subbuskap borgarastéttarinnar. Ég er viss um að félagi Hugo yrði fljótur að klæða þotuliðið úr silkigöllunum og snúa ærlega upp á rassgatið á sægreifahjörðinni. 


mbl.is Chavez hótar að þjóðnýta banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður. Þetta líkar mér.

Níels A. Ársælsson., 3.5.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég held ég hafi ekki lesið annan eins pistil sem er eins fullur af öfund, fordómum og hreinu hatri gagnvart náungum þínum sem vegna vel. ég finn til með þér að þú skulir ekki getað smagleðst árangri annara. 

Þú ættir að kynna þér verk rauðu Khmerana í Kambódíu. Þar tóku menn sko almennilega á subbuskapnum í borgarastéttinni. 

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 01:34

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

 Fannar fyndinn! 

Ólafur Þórðarson, 4.5.2007 kl. 04:02

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gamansamur stuttbuxnadrengur Fannar frá Rifi. Ætli hann hafi aldrei kynnst Bláu Khmerunum í LÍÚ eða öðrum harðsnúnum kvótafíklum sem gambla með aflaheimildir og og arðræna leiguliða af sjúklegri nautn? Ég held að drengstaulinn eigi aldrei eftir uppgötva að kvótafíklarnir eru ríkisstyrktir á hverju ári með gjafakvóta.

Svo kórónar hann meistaraverkið með því að hafa mynd af sér á blogginu þar sem hann er að drekka grænsápu úr flösku. Það er ekki hægt að gera betur á spaugarasviðinu.

Jóhannes Ragnarsson, 4.5.2007 kl. 12:35

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nú sannast að þú hefur ekki hundsvit á kvóta og ferð rangt með málin. Gjafakvóti er mesta rangnefni Íslandssögunar yfir kvótann í dag. Árið 2000 höfðu 80% af öllum aflaheimildum skipt um hendur. Þar inni er talið að erfing er ekki skipting á eignarhluti. Sameining er reiknuð inn í þetta líka. árið 2000 var búið að kaupa 80% af öllum kvóta sem hafði verið úthlutað. Útgerðarmenn sem fengu þennan kvóta "gefins" eru næstum því allir löngu hættir og eftir eru nýliðarnir sem enginn vill viðurkenna. Tölurnar sýna svart á hvítu að gjafakvóti er ekki til í dag. og ég skala svara þér hvaðan þeir fá alla peningana. þeir taka þá alla að láni út í banka og taka þar með áhættu og leggja hag sinn að veði.

Arðrán og leiguliðar??? Hvar ert þú staddur? alla vega ekki á Íslandi og alla vega ekki í Ólafsvík. Komdu út á Rif og þá sérðu sjávarpláss þar sem mönnum er borgað mannsæmandi laun og menn koma fram við hvern annan með virðingu. 

En jóhannes. hefur þú aldrei heyrt talað um Auðlindagjaldið? Sér skatt sem legst bara á sjávarútveg. Eina greininn á landinu sem sérstaklega skattlögð. Ég held að þú og þínir líkir verði ekki ánægðir fyrr hér hefur öllu verið siglt í strand og vistarböndum hefur verið komið á íbúa sjávarplássa.

Hvað varðar komment þitt á mynd af. Er hægt að verða eitthvað ómálefnalegri?  

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 15:30

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er svosem löngu vitað að sægreifahjörðin hefur verið dugleg við að fara ránshendi um landið og sogað til sín heimildir til að nýta fiskveiðiauðlindina en alþýða manna hefur setið eftir með sárt ennið í verðlitlu og jafnvel óseljanlegu húsnæði. Við þekkjum líka fjölmörg dæmi þess að menn hafa selt allann sinn kvóta og horfið á braut með ótúlegar fjárhæðir í rassvasanum. Þessum fuglum var gefinn kvóti á sínum tíma, um það verður ekki deilt. Raunverulegir eigendur, þjóðin sjálf fékk ekki neitt.

Gjafakvótakerfið er staðreynd sem enginn fær flúið, nema ef til vill svæsnustu kvótafíklar sem eru orðnir svo samdauna eigin óþrifum að þeir vita ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður í tilverunni.

Ég held að menn ættu að hafa vit á að nefna ekki sýndarmennsku og prump eins og þetta svokallað auðlindagjald á nafn.

Hvernig er það, freyðir ekki uppúr mann þegar maður drekkur grænsápulög?

Jóhannes Ragnarsson, 4.5.2007 kl. 17:58

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Og ég sem hélt að kvótakerfið hefði endurvakið vistarböndin.  Fólk sem býr í sjávarbyggðum kemst ekki lönd né strönd, nema þá kvótagreifarnir og þeir eru farnir!

Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 18:50

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru kvótagreifarnir ekki ríkisstyrktir og jafnframt ölmusumenn fólksins í hrundum sjávarbyggðum? Hvað læra menn á Bifröst? Er Hannes H. gestakennarinn, höfundur námsefnis og prófdómari?

Fyrir hverja eru sértækar aðgerðir til að halda að nafninu til líftórunni í fólkinu sem stendur eftir í þessum sjávarbyggðum? Hverjir ættu með réttu að fá reikning fyrir mismun á raunvirði og söluverði fasteigna í þessum byggðum?

Hvenær kemur að því að stórfelld rýrnun fiskistofna vegna rányrkju og skipulegra skemmdarverka á sjávarbotni verður reiknuð til verðs? Eða falskar veiðitölur í tengslum við brottkast. Ég stundaði sjómennsku með öll veiðarfæri jafnframt fiskvinnslu, útflutningi á fiski og gæðamati á fiski í 30 ár. Hversu löng er þín reynsla Fannar frá Rifi? 

Árni Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband