Leita í fréttum mbl.is

Svívirðileg framkoma ferðamanns.

Þetta þykir mér aldeilis ófullnægjandi frétt, það vantar allt í hana sem við á að éta. Það er algjört lágmark, þegar frétt er birt um óhlýðni og dónaskap ferðamanns, að tilgreina í smáatriðum í hverju óhýðnin og dónaskapurin var fólgin. Þegar svona er í pottinn búið verður fólk að geta sér til um staðreyndir málsins, sem er engan veginn nógu gott, því fólk er nú eins og það er. Ég vil t.d. ekki láta hafa eftir mér eitt einasta orð um getgátur mínar um ósvífni hins drukkna ferðamanns. Hitt þykist ég vita, að þarna hafi ekki verið um að ræða þennan venjulega dónaskap sem ölvuðum ferðamönnum er tamur, heldur eitthvað allt annað og miklu verra, jafnvel svívirðingar um forsætisráðherrann og Framsóknarflokkinn. 
mbl.is Ferðamaður settur í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þetta er það sem við viljum fleirri drukkna ferðamenn. Eða er þetta svona illa skrifur frétt þar sem þetta er kostninga áráður gegn VG... Skoðum samsærishlutan

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 5.5.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta er aldeilis góður vinkill hjá þér, Eiríkur minn Ingvar. Það er áreiðanlega á sig leggjandi að skoða þessa frétt út frá áróðursgildi hennar gegn VG, en vintrigrænir eru afar hlynntir ferðamannaiðnaði.

Eða áttu kanske við að þessi frétt sé bara ósköp venjuleg moggalýgi ætluð til að berja á Steingrími J. og Ögmundi svona í tilefni komandi kosninga? Annað eins hefur nú gerst.

Jóhannes Ragnarsson, 5.5.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband