Leita í fréttum mbl.is

Gettu betur - bókmenntaspurningar.

Að þessu sinni langar mig að leggja þrjár eftirfarandi spurningar fyrir lesendur:

1. Úr hvaða bók og eftir hvaða höfund er þessi tilvitnun: ,,Ræningjafjölskyldan með húsbóndann í broddi fylkingar þvingaði mig til þess að ljúga! Þessar síljúgandi manneskjur tróðu sinni eigin lygi inn í mína sannleikselskandi sál, með því að leggja mér sína eigin lygi í munn með allri þeirri mannlegu grimmd, sem þekkist."?

2. Spurt er um bók og höfund: ,,Mér leist halurinn fremur ábúðarmikill og líklegur til að verða illur viðfangs í lúgarnum, svo ég beið ekki boðana, heldur sló hann niður og skundaði í land að svo búnu að þiggja veislu Ólafs viar míns."?

3. Spurt um bók og höfund: ,,Með tiltölulega skömmu millibili uppgötvaði ég þannig ýmis fleiri dýr, sem of langt yrði upp að telja. En ég nefni rétt til dæmis hinn mannskæða sæhjört, spendýr af pugrottukyni, kýrtegun, sem hvergi hefir átt sinn líka, og fleiri athyglisverðar dýrategundir. Á hverju degi bættist nýtt dýr í hópinn."

Svo svarið þið lesendur góðir á athugsemdasíðunni hér fyrir neðan. Áfram gakk!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband