Leita í fréttum mbl.is

Liggi endanlega steindauđ

cap3.jpgNćr öruggt er taliđ, ađ óöldin, sem bossađi upp í Reykjavík í dag og getiđ er um í bókum lögreglunnar, stafi af geđvonsku og lausbeisluđum illum hvötum sjálfstćđismanna vegna formanns- og varaformannskosningum í Flokknum. Til ađ mynda var ţađ frćgur flokksmađur Sjálfstćđisflokksins sem flaug á vertinn á knćpunni og hugđist drekkja honum í öltunnunni. Ţessi víđkunni flokksdólgur er frćgur af endemum, sem minna á framferđi óđra hunda eđa kleppsmanna sem ekki eru sjálfráđir gjörđa sinna.

Sjálfstćđishetjan, sem ber varđ ađ broti á dýraverndarlögum, greip í vitna viđurvist í skottiđ á heimiliskettinum og grýtti honum eins og ţeytispjaldi í vegginn. Ástćđan fyrir ofbeldisverkinu var áskorun annarra sjálfstćđisjúnkara á jómfrú Nordal ađ gefa kost á sér í varaformennsku í Flokknum. Rćninginn í versluninni í Austurbćnum var afturámóti lítill liđsmađur úr Heimdalli í frjálshyggjuleik. Taldi drengurinn sér frjálst, í uppljómuđu frjálshyggjukasti, ađ slá eign sinn á allt ţađ sem honum sýndist í versluninni. Vart ţarf ađ taka fram ađ blessađ barniđ varđ lamađ af undrun ţegar lögreglan tók af honum góssiđ og smeygđi járnunum um úlnliđina á honum.

Ţeir er gerst ţekkja, telja ađ ófriđurinn og klámspörkin í dag útaf Sjálfstćđisflokknum, séu hluti af fjörbrotum Flokksins. Flokkurinn sé í raun dauđur og ekkert eftir af honum nema sundurlausir óaldarflokkar, sem minna einna helst á soltna refi í leit ađ bráđ. Ţessum melrökkum nćgir ekkert smárćđi til ađ metta svengd sína, en ţeir vilja helst ekkert éta annađ en ţađ sem ţeim tekst ađ rćna af ríkinu. Ţá finnst sumum ţjóđmálaskýrendum aungvu líkara en hugarástand óaldarflokkanna dragi nokkurt dám af ofsa sumra slíkra flokka í útlöndum og friđur komist varla á fyrr en ófreskjan öll, ásamt međfylgjandi öngum og ćxlum, liggi endanlega steindauđ.


mbl.is Handtekinn fyrir brot á dýravernd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband