Leita í fréttum mbl.is

Illa er nú aflagður Stóridómur á Íslandi

gap_1268360.jpgÞað þarf svo sem ekki að lengja betrunarhúsavist dópdrjólanna svo neinu nemi, en gott væri ef löggjafinn innleiddi aftur svipuna og gapastokkin til að refsa þrjótunum með á almannafæri. Þessháttar vinnubrögð myndu ekki leiða til mikilla útgjalda fyrir landssjóð og um árangurinn þarf vart að fjölyrða.

Nú kann einhver að rjúka upp með andfælum og segja, að stórhýðingar og gapastokkur séu ómannúðleg tæki og gerði sökudólgana enn forhertari í eiturglæpum sínum. Því er til að svara, að á öld fyrrnefndra hegningartóla þorði ekki einn einasti maður að handla með eiturlyf, hvað þá innbyrða slíkan andskota. Þeir létu sér brennivín og neftóbak nægja og það jafnan af skornum skammti. Og þegar Björn bóndi að Öxl var hogginn í sex parta og Sveinn sonur hans hengdur af Vestfirðingum, öðrum glæpamönnum til varnaðar, þókti aungvum mikið. En strákar haldnir afbrotahneygð létu segjast og gjörðust nýtir menn.

Eftir að linkind í refsingarmálum varð alsiða á Íslandi gerðust menn og konur baldin svo telja verður til stórhörmungar. Þá fór þetta fólk að gera sér dagamun með því að éta ofaní sig dóp og varð geggjað og gera marga ósæmilega hluti. Þykir mörgum sem illa sé af lagður Stóridómur á Íslandi, er þeir lesa um og horfa á þá óskikkan, sem færst hefir svo í vöxt síðan refsingar urðu eins léttvægar og raun ber vitni.


mbl.is Einblíni ekki á þyngri refsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband