Leita í fréttum mbl.is

Þegar Ólafur bóndi var horfinn stóð Snati einn á bjargrúninni.

dog6Það var líka fyrir 17 árum, að Ólafur bódi að Haughúsum hvarf á sviplegan hátt - fyrir björg. Ólafur hafði farið árla moguns til að gæta að lambám og með honum var í för hinn viðsjárverði smalahundur, Snati. Ekkert fréttnæmt bar til tíðinda í ferð þessari fyrr en Ólafur og Snati voru staddir uppi á bjargbrún, en þar undir er sextugur hamraveggur er slútir fram fyrir sig. Að góðum fjármanna sið, brá bóndinn sér fram á blábrúnina og skyggndist niður í fjöruna eftir kindum. Þegar Snati sá eiganda sinn standa þarna á tæpasta vaði, réði hann ekki við sig og rak trýni sitt af heljarafli í Ólaf, sem hvarf samstundis niðurfyrir brúnina og lét ei staðar numið fyrr en oní skelfilegri grjóturð. Þetta var hartnær 100 metra fall og brotnuðu har öll bein Ólafs bónda.

Á leiðinni heim var Snati venju fremur kátur, því lengi hafði hann hugsað eiganda sínum þegjandi þörfina. Barsmíðar og blóðugar skammir þessa fólska bónda voru nú úr sögunni og ekki mundi hann héreftir halda framhjá húsfreyjunni í Haughúsum og enn síður drekka sig augafullan og brjálaðann útí fjósi. Eftir allt saman, þá var þetta góður dagur, hugsaði Snati og gelti af gleði.

Daginn sem þær jarðnesku leyfar af Ólafi bónda, sem hrafnarnir höfðu ekki náð að torga, voru til grafar bornar, fór Snati að opinni gröfinni, þá athöfnin stóð hvað hæst í kirkjunni, og meig af ódulinni illkvittni niður á grafarbotninn. Þar með var réttlætinu fullnægt af hálfu smalahundsins Snata.


mbl.is Fannst 18 árum síðar í skógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er mikil harmræn dramatík í gangi hjá þér í dag, Jóhannes, og öll harðkjarna-erótík víðs fjarri "góðu gamni".embarassedlaughing

Jón Valur Jensson, 11.11.2015 kl. 03:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek hér undir með nafna mínum, Jóhannes, og bendi lesendum á, að þú ert farinn að fikra þig áfram með ýmsar stíltegundir eins og Þórbergur á sínum tíma, og þótt þú sért ekki enn farinn að bregða fyrir þig kancellístílnum, eru öll teikn á lofti um, að þú eigir styttra í Nóbelinn en hann Arnaldur.

Jón Valur Jensson, 11.11.2015 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband