Leita í fréttum mbl.is

Þegar landslið okkar í hrunfléttum og auðgun verður samankomið á einum stað

dom_1272956.jpgÞeir stíma allir undir fullum dampi á Kvíabryggju. Þar hitta þeir fyrir vini sína og félaga. Það er ekki í kot vísað á Kvíabryggju. Fljótlega verður öllum glæpamönnum vísað burt af Bryggjunni, en í staðinn koma einvala viðskiptajörvar. Þá verður samankomið á einum stað landslið okkar í hrunfléttum og auðgun; það gefur fyrirheit um efnahagstækifæri og meðvitaða útvíkkun á fjárfestingum, sem kemur að góðum notum núna þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að einkavæða bankaskrattana enn og aftur, en þeir hafa um hríð verið eins og fjárhópar án hirða.

Á heimili frú Ingveldar og Kolbeins hefir andrúmsloftið, síðustu daga, verið blandið geig og jafnvel angist. Það helgast af því, að skilin milli vitna og sakborninga verða æ óljósari með degi hverjum; vitni, sem dregin eru fyrir dómstóla, verða á skammri stundu sakborningar og minnisleysi þeirra er yfirþyrmandi, svo jaðrar við alzheimersjúkdóm og öldrunarkölkun. Í góðærinu mikla kappkostuðu frú Ingveldur og Kolbeinn að fela slóð sína varðandi yfirgripsmikil afskipti þeirra af einkavæðingum og fjármálasnúningum. Hvenær kemur að því að einhver saksóknarafjandinn heimtar að þau heiðurshjónin verði kölluð fyrir dómstóla sem vitni? Og þegar þau mæta sem vitni, þá verður þeim sagt að þau séu ekki vitni heldur sakborningar og hótað með betrunarhúsavist með forhertum glæpamönnum, morðingjum og pervertum. 

xdgtvrq.jpg- Ég er andskoti hrædd um, sagði frú Ingveldur við mann sinn við hádegisverðarborðið, - að þú verðir fljótur að koma þér fyrir á perraganginum, ef þú verður settur á Hraunið. Og ekki er óhætt að vista þig á sveitafangelsi útaf blessuðum skepnunum og heimasætunum á bæjunum. Ef þú verður dæmdur fyrir allt svindlið og sjónhverfingarnar, sem hafa að vísu gert okkur forrík, þá ætla ég að sjá um að þú verðir höggvinn eins og hann Björn sálugi frá Öxl. Þegar frú Ingveldur hafði sagt þessi orð, hné Kolbeinn undir eldhúsborðið og innan skamms gaus undan því þvílík andskotans óþverraskítapest, að frú Ingveldur sá sig tilneydda að skella í sig þremur fimmföldum af napóleonsbrandíi til að lifa óþefinn af.


mbl.is Hósta mönnum upp og gera þeim gylliboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband