Leita í fréttum mbl.is

Gjafmildu jólasveinarnir

Fullur jólasveinnÞað getur alltaf gerst að grandvar maður verði svo grandalaus að hann selji eign annars fólks á slíkum undirprís að til stórhörmungar má telja. Svoleiðis hefir ábyggilega komið fyrir Steinþór þegar hann seldi góðum mönnum Borgun ásamt duldum happadrættisvinningi í kaupbæti. So má líka líta þetta athæfi bankastjórans sem sérstakt tilfelli um glæsilega höfðingsskap. Allar einkavæðingar á Íslandi hafa hingað til borðið merki óeigingjarnrar gjafmildi og stórmennsku.

Nú eru að fara í hönd skemmtilegir einkavæðingartímar; nokkurskonar jólahátíð hugvitsamra braskara þegar jólasveinarnir í Sjórnarráðinu fara með úttroðna poka á bakinu útí bæ til að færa veluppöldum auðvaldsbörnum stórgjafir frá þjóðinni allri. Ekki þarf að efast um að mikill helgiblær verður yfir fyrirhugaðri einkavæðingu, rétt eins og þeirri síðustu, og fögnuður landsmanna ósvikinn og innilegur.

Auðvitað má treysta því að jólasveinarnir úr Stjórnarráðinu skipti eignum almennings réttlátlega milli sinna manna og enginn fari í jólaköttinn nema fyrri eigiendur, þ.e. almenningur. Þeir eru nefnilega miklir jafnaðarmenn blessaðir jólasveinarnir okkar. Síðan verður glaðst og gamblað uns yfir lýkur, en þá verða líka fyrrir eigendur að taka við ræxnunum stórgjöfum jólasveinanna og reisa þau uppí söluhæft ástand. Og þannig aftur og aftur ...


mbl.is „Við vorum grandalaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband