Leita í fréttum mbl.is

Helvíti mikill brandarakall

Finnur og GulliEkki átti nokkur maður von á að Bjarni Ben væri sá öndvegisgrínari sem nú hefir komið á daginn. Þegar hann kva uppúr með að ,,ekki yrði búið við óbreytt ástand" var ekki laust við að margir skelltu uppúr, sérstaklega í ljósi þess að það verður jafn óbreytt ástand þótt Sigmundur Dávíð klöngrist úr forsætisraðherrastólnum og fái sér sæti fram í sal. Ríkisstjórnin verður sama auðvaldsskrímslið eftir sem áður og menningarstigið innan bófaflokkanna tveggja í stjórninni mun ekkert breytast. Það hefir nefnilega ekki neitt gerst, ekkert breyttst, sama glorulega arðræningja- og fjárglæfrastjórnin situr áfram í sínu tortólíska syndromi og stjórnar í þágu eigenda sinna, yfirstéttarinnar á Íslandi.

En Sigmundur Dávíð ætlar sem sé að gerast óbreyttur þingmaður aftur og halda áfram að vera formaður Framsóknarflokksins og leggur til að durgurinn Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Svona sjónhverfingar gagnga ef til, en vonandi ekki, í grunnhyggið og hrekklaust fólk. Það má til dæmis ekki gleymast að durgurinn Sigurður Ingi hefir varið tortólískar gjörðir Sigmundar Dávíðs af fullum þunga hingað til, sem bendir til þess að hann hafi nákvæmlega sama siðferðisskilning og sá tortólíski. Það sama á við um afgangin af framsóknarendemunum sem sæti eiga á Alþingi.

Svo tókst formanni Framsóknarflokksins að bæta enn einni rósinni í hnappagatið í dag með því að halda því fram að forseti Íslands hafi logið því uppá hann að hann hafi komið að Bessastöðum í hádeginu til að fá forsetann til að skrifa uppá þingrof og kosningar með honum. Svona giljagaur á að sjálfsögðu ekki erindi í ráðherrastól og ekki heldur að sitja á Alþingi; hann á að láta sér nægja að hokra á Hrafnabjörgum eins og Guðbjartur Jónsson baslaði í Sumarhúsum.


mbl.is Ekki búið við óbreytt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Það væri skárra að hafa SDG bara áfram frekar en að þurfa að horfa uppá Sigurð Inga sem forsætisráðherra, það er of ógeðslegt til að ég geti hugsað útí það.

halkatla, 6.4.2016 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband