Leita í fréttum mbl.is

Fyrir sitt leyti bannfærði hann alla þingmenn ríkisstjórnarflokkanna

pre1Nú, það segir sig sjálft að stórnarandstaðan er í rusli við það eitt að vera innan um liðsmenn bófaflokkana á Alþingi. Og enn á eftir að syrta í álinn. Það liggur þegar fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir eru löðrandi í tortolískum hroðaviðbjóði og sennilega verður eitthvað af þeim ósköpum dregið fram í dagsljósið á næstu vikum uppúr Panamaskjölunum. Já það kostar sitt að halda uppi bófaflokkum í ríkisstjórn landsins og dýr verður Hafliði allur.

Annars er frú Ingveldur búin að vera mjög reið síðan í vetur þegar lögreglan var kölluð eina helgina að heimili hennar til að stöðva orrustugnýinn sem þar var um hönd hafður. Ekki síst var hún ofsareið vegna þess að barnaverndanefnd var blandað í málið auk þess sem lögreglan hafði á brott með sér kókaínbyrgðir veislugesta sem áttu að duga fram á miðvikudagsmorgun. Frú Ingveldur kannaðist nefnilega ekki við að hafa á sínu framfæri nein Sathansbörn nema ef vera skyldi Brynjar Vondulykt og Óla Apakött, en þeir væru svo sem aungir krakkar nema í hugsun og vafasömu framferði.

djöfsi3Þá hefir síra Baldvin blandað sér í mál ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að segja úr predikunarstólnum við fjölmenna guðsþjónustu í helsta musterinu í hans prestakalli, að ráðherradinlarnir ættu að vita það sem kristnir menn, að auðveldara væri úlfalda að skríða í gegnum nálarauga en ríkum manni að fá vist í himmnaríki, ennfremur að ef ríkur maður væri að auki fullur af rangindum, svindli, lygum og öðrum óþokkaskap þá væri honum ekki aðeins neitað um inngöngu í ríki ljóssins heldur færi hann beint í vist hjá Djöflinum í Helvíti. Og fyrir sitt leyti þá bannfærði síra Baldvin alla þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í lok predíkunar sinnar og gat þess um leið að tómt mál væri um að tala að slíkt leiðindafólk fengi legstað í þeim kirkjugörðum sem hann hefði yfir að ráða.  


mbl.is „Stjórnarandstaðan er í rusli líka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kostulegur ertu ! foot-in-mouth laughing

Jón Valur Jensson, 6.4.2016 kl. 23:40

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha :-)

Níels A. Ársælsson., 7.4.2016 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband