Leita í fréttum mbl.is

Þá losar þú þig við hattinn og hækjurnar sem í honum eru

xd5_1245691.jpgÞetta er nú ekki alveg rétt með farið hjá Vilhjálmi, kallgarminum atarna. Stundum hafa þeir þarna hjá Sjálfstæðisflokknum dregið Samfykinguna og forvera hennar, Alþýðuflokkinn, uppúr hattinum þó svo að í seinni tíð hafi Framsókn komið oftar upp í lottóinu. En það er nú einusinni þannig, að það eru aðeins tvær hækju í hattinum og því fer sem fer. Ef Viljálmu er óánægður með happadrættina ætti hann að hlutast til um að Sjálfstæðisflokkurinn losaði sig við þennan hatt með því kveikja í honum og brenna hann með öllu innihaldi eða láta vindinn taka hann í einhverju rokinu og feykja honum útí hafsauga.

Annars er Vilhjálmur Bjarnason kúnstugasti kall, en það stafar af því að honum tókst snemma á ævinni að reikna kapítalismann og nýfrjálshyggjuna svo kyrfilega fasta inní höfuðið á sér að þaðan eiga bakteríuvírusar ekki afturkvæmt, sem geri það að verkum að Vilhjálmur verður að búa við þessa fötlun sína ævilangt. En hvað framsóknardindlarnir hafa gert honum er hulin ráðgáta því að þeir eru bræður hans og systur í andanum og fullboðlegir hvaða kapítalista sem er.

Einnig er vert að nefna þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefir einkaleyfi á mikilmennskubrjálæði og má vera að innistæðulaust grobb og belgingur húskarlanna úr Framsóknarfjósinu fari í taugarnar á þeim. Þessu til viðbótar er sem Vilhjálmi, og þá kanski fleiri sjálfstæðishetjum, gremjist að Sigurður Ingi (þessi sem er eins og ljósrit af Halldóri Ásgrímssyni og sagður er forsætisráherra nú um stundir)ku hafa greitt því atkvæði á Alþingi að Gjeir okkar hérna Hooordý væri dreginn fyrir dómstól og dæmdur í fangelsi. Vilhjálmur getur þó huggað sig við það, að Hooordý okkar var ekki dæmdur á Litla Hraun heldur verðlaunaður með sendiherrastöðu í New York.


mbl.is „Smáflokkur með mikilmennskubrjálæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband