15.5.2016 | 20:51
Eins og Baldur stjórnaði Konna
Dásamlegur maður Davíð og Guði líkur,- að minnsta kosti er hann ósköp keimlíkur Frelsaranaum og gott ef ekki Múhámeði spámanni líka. Nú ætlar hann semsagt að starfa án launa á Bessastöðum fari svo að þjóðin feli honum að annast búskapinn þar á bæ eftir að félagi Ólafur Ragnar yfirgefur staðinn. Og Davíð ætlar að gera þjóðinni enn meiri greiða: Hann ætlar aldrei til útlanda á kostnað skattgreiðenda meðan hann verður forseti; hann ætlar líka að afleggja pjatt og prjál á Bessastöðum og snobb og glennur verða bannaðar þar, en þetta allt er reyndar í blóra við fyrri framgöngu karlsins og störf hans í þágu ójafnaðar, gráðuga peningahyggju yfirstéttarinnar, snobb hennar og úrkynjun.
Það mætti vel ætla, eftir orðum Davíðs að dæma, að hann ætli sér einungis að vera gluggaskraut á Bessastöðum í forsetatíð sinni og annað ekki, og að launaleysi hans og meinlætalifnaður í embætti eigi að tákna persónulega bótagreiðslu hans til þjóðarinnar fyrir Hrunið. Svo má líka spyrja sig að því hvort það sé þjóðinni boðlegt að gamall og værukær fressköttur leggist út í stofugluggann á Bessastöðum og segist vera hvort tveggja í senn, gluggaskraut og forseti íslenska lýðveldisins.
Sem vonlegt er hefir frú Ingveldur talsverðar áhyggjur af kosningabaráttu Davíðs. Hún hefir meðal annars látið hafa eftir sér að talsmáti forsetaframbjóðandans hennar sé barnalegur og ekki frelsara borgarastéttarinnar sæmandi og að líklega hafði skelmirinn Hanns hvíslað þessari vitleysu að honum. Orðrétt sagði frú Ingveldur, að það verði dálaglegur andskoti ef Davíð ætli að legjast svo lágt að láta Hannes, þann kepp og leiðindalepp, stjórna sér eins og Baldur stjórnaði Konna á sínum tíma.
Vill ekki þiggja forsetalaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 8
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 1545301
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 122
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Ætli þetta sé smjörklípa?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2016 kl. 21:02
Mig minnir að Jesús hafi verið bæði grennri og hávaxnari.
Og svo auðvitað bæði skeggið og sandalarnir.
Árni Gunnarsson, 15.5.2016 kl. 21:16
Það er ómögulegt að giska á hvað þetta á að þýða. Máske er þetta tilvísun í miskunsama Samverjann í guðspjöllunum eða í hann Jón okkar hérna skerínef á frönsku lóðinni, sem sagt er frá í Heimsljósi.
Jóhannes Ragnarsson, 15.5.2016 kl. 21:19
Mér urðu á þau hörmulegu mistök þegar ég var að skrifa pistilinn að segja að Davíð væri líkur Guði, en það er auðvitað þveröfugt, það er Guð sem er líkur Davíð.
Jóhannes Ragnarsson, 15.5.2016 kl. 21:21
Hahahahaha
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2016 kl. 21:27
Munurinn á Guði og Davíð er sá, að Davíð lifir í jarðlífinu, en Guð almáttugur er góða alvitra orka allra vídda.
Við jarðlífsskepnurnar erum öll bara gölluð eintök, í skóla jarðlífsins.
Og svo rífumst við um hver sé bestur og verstur, þó við séum öll bæði best og verst, hvert á sinn hátt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2016 kl. 23:35
Davíð er auðvitað bestur, Anna Sigríður mín, á því leikur aunginn vafi. Og guðlegrar náttúru er hann eins og Hjálpræðisherinn og Dónaldur Trump.
Jóhannes Ragnarsson, 15.5.2016 kl. 23:47
Jóhannes minn. Davíð Oddson hefur oft verið hafður fyrir rangri sök.
Ég trúi á Guðsorkuna óflokkanlegu, en ég trúi ekki lengur í blindni á nokkurn jarðlífsins einstakling. Hvorki á Davíð, Hjálpræðisherinn né Dónald Trump.
Það er mikið frelsi fólgið í að trúa einungis á sína eigin gölluðu en þó Guðsorkuvernduðu sálarsannfæringu :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2016 kl. 00:17
Já mörgu hefur verið logið uppá Davíð í gegnum tíðina og það nýjasta er að menn eru að ljúga því blákalt uppá hann að hann hafi verið Forætisráðherra þegar Bankarnir voru eikavinavæddir.
Hadiði að það sé. Það er eins gott að bakið sé breitt, ég segi nú ekki annað.
Steindór Sigurðsson, 16.5.2016 kl. 02:18
Jóhannes, geturðu sagt mér hver er á myndinni með Davíð. Þú átt það til (í 100% tilfella) að notast við örmyndir (thumbnails) á síðunni þinn sem hafa enga upplausn. Í þetta skipti er myndatextinn ólæsilegur.
Árni, Jesús var talsvert grennri og skeggjaðri en Davíð, en hávaxnari var hann ekki. Allir menn frá Judeu á þessum tíma voru lágvaxnir.
Aztec, 16.5.2016 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.