Leita í fréttum mbl.is

Samfylking deyr inn í Sjálfstæðisflokk.

Minningarorð. 

Það hlýtur að vera dásamlegt fyrir Samfylkinguna, og verðugt tilefni til að halda uppá, að vera deyja svona þegjandi og hljóðalaust inn í Sjálfstæðisflokkinn. Ég get ekki setið á mér að votta aðstandendum hins deyjandi skars hluttekningum mína því þeir deyja sjálfir hið sama.

Á þessum merku tímamótum þegar Samfylkingin, sameiningarflokkur vinstrimanna, er öll, er ekki úr vegi að vitna á Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar:

Sjá hér, hve illan enda

Ótryggð og svikin fá;

Júdasar líkar lenda

leiksbróður sínum hjá;

andskotinn íllskuflár

enn hefur snöru snúna

snögglega þeim til búna,

sem fara með fals og dár.

Heilagur faðir, gef að vel verði tekið á móti sál hins framliðna í ríki andanna í Valhöll, Háaleitisbraut 1. - 105 Reykjavík. Amen.


mbl.is Samfylkingin kveður þingmenn og býður nýja velkomna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valla

Kæri Jói.

Getur verið að þetta hafi allt verið sett á svið?  Það hefði óneitanlega styrkt stöðu Ingibjargar Sólrúnar verulega, ef fóstbræðurnir hefðu komið fram sem sterk eining með sameiginlega sýn á framtíðina.  Slíkt "öryggisnet" fyrir Ingibjörgu hefði hugsanlega hrætt Geir Haarde og aukið líkurnar á góðum samningum fyrir Samfylkingu í stjórnarsáttmála.

Eflaust verður stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eitthvað skárri en sú sem er á förum, svona í upphafi, en ég tel líklegt að þessi veldi renni svo saman í eitt; við Sjálfssóknarflokki taki Samstæðisflokkurinn.  Gangi samstarfið vel er hætt við að upp rísi hættulega sterk stjórn sem í krafti mikils meirihluta gæti hafið helmingaskipti og spillingu í áður óþekktar hæðir.
Þó Samfylking sé eflaust sá flokkur sem kemst næst því að vera "minn" flokkur, hef ég enga ástæðu til að ætla annað en spilling muni skjóta þar rótum ef valdasetan verður of löng.
Í raun væri þetta ekki vandamál í flestum öðrum löndum, en í ljósi dæmalausrar vesældar íslenskra kjósenda þegar kemur að því að gera kröfur um vönduð vinnubrögð embættismanna, gæti Samstæðisflokkurinn orðið hættulega sterkt fyrirbæri sem stæði af sér flestar árásir minni flokka.

Valla, 21.5.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er ekki  heldur ánægð með að Inga skyldi falla fyrir Geira.

Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband