Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar góðar sprengingar

war3.jpgÞað var kominn tími til að einhver álpaðist til að finna sprengjuna sem Máría Borgargagn kom. að einskærum skepnskap, fyrir í Borgarnesi hér um árið. Hún ætlaðist víst til að ákveðinn lánleysingi myndi reka tærnar í þessa hennar vítisvél og að sprengingin myndi valda usla og ringulreið. Hún kom og annrri sprengju fyrir á Hólavallareyri og sú sprakk svo hressilega að þorpið lagðist í eyði, enda var þá hvert hús hrunið og íbúarnir annaðhvort dauðir eða örkumla. Lengi var talið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sprengt Hólavallareyri í loft upp, en á síðari árum hallast æ fleiri að því að þetta sé framsóknarmannaverk. Enginn veit þó hvaða pólitískir hagsmunir voru þarna að veði sem verðskulduðu svona líka afgreiðslu og engum datt í hug að endurreisa mannlíf á þesum stað.

Svo var það skipshöfnin á Rosabaugnum, sem fékk rokna tundurskeyti upp með veiðarfærunum. Þeir voru aldeilis ekki á þeim buxunum að tilkynna atburðinn, heldur fóru með tundurskeytið í land og tróðu því ofaní strompinn hjá útgerðarmanninum. Síðað hefir ekki til þessa útgerðarmanns, né hyskis hans spurst, og þar sem hús hans stóð áður er nú grasivaxinn gígur. Svo tók áhöfnin, með skipstjórann í farabroddi, Rosabauginn eignarnámi því þeir stóðu á því fastar en fótunum að útgerðarmaðurinn hefði skuldað þeim stórar og miklar fjárfúlgur í formi vangoldinna launa.

Þá má og minnast Arnbjörns bónda, sem sprengdi fjós sitt og íbúðarhús til andskotans með hroðalegri vítisvél sem hann bjó til úr kjarnaáburði. Í þeirri sprengingu fórust allar kýr Arnbjörns, þarfanaut, 32 hænsni, 8 gæðingar og fjárhundurinn, sem einn og sér var metinn á nokkurra miljona virði. Þegar Arnbjörn hafði fengið vátryggingaféð í höndur, og það var víst ekkert smáræði, þá brá hann búi, enda öll hans helstu kvikindi steindauð, utan lambféð, sem verið hafi á fjalli þegar sprengingin reið yfir. Skömmu síðar hóf hann sjoppurekstur í Reykjavík og græddi stórar summur til viðbótar, mest fyrir sölu á ólöglegum eiturlyfjum og klámefni. Svo brann sjoppan eina nóttina og Arnbjörn settist í helgann stein, yfirbugaður af velgengni og ríkidæmi, en synir hans tver hafa haslað sér völl sem fjárfestar og kjölfestufjárfestar og hafa á sínum snærum bæði þolinmótt og óþolimótt fjármagn.


mbl.is Fundu sprengju í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband