Leita í fréttum mbl.is

Lukkuriddarahátíð berrassaða keisarans

kolb12.jpgLukkuriddaraþjóðhátíðin fyrir næstu alþingiskosningar verður hjá Pírötum, sem með degi hverjum draga æ meira dám af Borgarahreyfingunni sálugu, sem á sínum velmektardögum var einhver mesta vitleysinga- og kjánasamkoma sem haldin hefir verið í íslenskri pólitík. Nú vantar aðeins uppá, að Þráinn Bertelsson og Gunnar Sigurðsson hefji sig á kreik í pírataleik ásamt með hinum prumphænsnunum. Kanski ná Píratar 10% í næstu kosningum, kanski 20%, hver veit. Eitt er þó víst: Eftir því sem prósentalan verður hærri þeim mun meiri vonbrigðum munu þeir valda kjósendum sínum, sem halda í fáfræði sinni að með píratagalskapnum fylgi grundvallarbreytingar í stjórnmálum. Píratar fylgja sömu grundvallarhugsjón og hinir gömlu flokkarnir, þ.e. kapítalismanum, hinni gráðugu auðgunarhyggju sem engu eirir og mun um síðir lenda í öngstræti. Að reyna að telja fólki trú að hægt sé að breyta eðli kapítalismans er óvitaskapur eða illmennska af síðustu sort sem jaðrar við glæpamennsku.

En gott og vel, píratarnir mega þjóna hlutverki ópíums fyrir fólkið eins og vilja, ljúga sig inná kjósendur eins og Framsókn, en þeir eru ekki byltingarafl sem borgarastéttinni, græðgi hennar úrkynjun, sendur ógn af. Píratamúgsefjunin er því miður enn einn keisarinn sem stjáklar um götuna nauðaberrassaður og blindur lýðurinn dáist að um stund.


mbl.is 23 í framboði Pírata á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband