Leita í fréttum mbl.is

Því hún er svo þröng

ing2.jpgÞó nokkuð sé nú um liðið, þá má samt gera ráð fyrir, að allnokkrir mun eftir laginu ,,Hún er svo þröng", sem Máría Borgargagn söng inná plötu; en það lag var með öllu bannað í Ríkisútvarpinu til eilífðar og hinar ófrjálsu stöðvar, sem eru að vísu mjög ófrjálsar, hafa kinokað sér við að flytja þetta mergjaða tónverk opinberlega. Texta lagsins samdi Máría sjálf við lag eftir Sigvalda Kaldalóns en hljómsveitin Mánar from Selfossi lék undir. Umrædd plata Máríu er tveggja laga og 45 snúninga og eins og fyrr segir er þar að finna dýrðaróðinn ,,Hún er svo þröng" á A-hlið, en á hinni hliðinni er söngverið ,,Með allt á hælunum", einnig við texta eftir Borgargagnið við lag eftir amrískar eiturætur frá Chicaco.

Með öðrum orðum: þá var plata Máríu Borgargagns, og þá einkum og sér í lagi textarnir, óthrópuð sem óþverri og mannskemmandi viðbjóður, sem bæri að þegja í hel. Borgargagnið vissi ekki hvað á sig stóð veðrið og varð eins og sólargapi í framan þegar hún las umsagnir blaðanna um meistaraverk hennar. Hún stóð nefnilega í þeirri meiningu að hún væri svo opin og einlæg á plötunni og mannkynið myndi allt standi í ævarandi þakkarskuld við hana vegna þessa óeigingjarna listaframlags af hennar hálfu. En því miður fór það svo að textarnir, ,,Hún er svo þröng" og ..Með allt á hælunum" voru fordæmdir til helvítis af betra fólki samfélagsins, en gáfu spéfuglum og klámhundum kærkomið tilefni til grófra og meiðandi gamanmála.

Í texta lagsins ,,Hún er svo þröng" er að finna eftirfarandi ljóðlínur, sem bera vott um góða meiningu en dálítið klaufalega framsetningu: ,,Ó vinur minn með þitt vöðlubjúga, ég vil ekki að þér neinu ljúga. Þó ljúf séu legsins göng þá láttu þau vera, því hú er svo þröng." Og í textanum á B-hliðinni gefur að líta þessar hugleiðingar: ,,Þegar um heiminn ég hossast og bossast og helvítis graddarnir fálma mér á, þá tak ég á móti með glöðum gælunum og gossast í leikinn með allt á hælunum." Að gefnu tilefni er rétt að það komi fram, að ofangreindar tilvitnanir í textana á plötu Máríu Borgargagns eru fjarri því að vera þeir safaríkustu og blautustu, raunar eru þeir þess eðlis og þannig orðaðir, að meira að segja bloggsían mín leyfir ekki birtingu á þeim ósköpum. 

 


mbl.is Vonast eftir homma í landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband