Leita í fréttum mbl.is

Ţví hún er svo ţröng

ing2.jpgŢó nokkuđ sé nú um liđiđ, ţá má samt gera ráđ fyrir, ađ allnokkrir mun eftir laginu ,,Hún er svo ţröng", sem Máría Borgargagn söng inná plötu; en ţađ lag var međ öllu bannađ í Ríkisútvarpinu til eilífđar og hinar ófrjálsu stöđvar, sem eru ađ vísu mjög ófrjálsar, hafa kinokađ sér viđ ađ flytja ţetta mergjađa tónverk opinberlega. Texta lagsins samdi Máría sjálf viđ lag eftir Sigvalda Kaldalóns en hljómsveitin Mánar from Selfossi lék undir. Umrćdd plata Máríu er tveggja laga og 45 snúninga og eins og fyrr segir er ţar ađ finna dýrđaróđinn ,,Hún er svo ţröng" á A-hliđ, en á hinni hliđinni er söngveriđ ,,Međ allt á hćlunum", einnig viđ texta eftir Borgargagniđ viđ lag eftir amrískar eiturćtur frá Chicaco.

Međ öđrum orđum: ţá var plata Máríu Borgargagns, og ţá einkum og sér í lagi textarnir, óthrópuđ sem óţverri og mannskemmandi viđbjóđur, sem bćri ađ ţegja í hel. Borgargagniđ vissi ekki hvađ á sig stóđ veđriđ og varđ eins og sólargapi í framan ţegar hún las umsagnir blađanna um meistaraverk hennar. Hún stóđ nefnilega í ţeirri meiningu ađ hún vćri svo opin og einlćg á plötunni og mannkyniđ myndi allt standi í ćvarandi ţakkarskuld viđ hana vegna ţessa óeigingjarna listaframlags af hennar hálfu. En ţví miđur fór ţađ svo ađ textarnir, ,,Hún er svo ţröng" og ..Međ allt á hćlunum" voru fordćmdir til helvítis af betra fólki samfélagsins, en gáfu spéfuglum og klámhundum kćrkomiđ tilefni til grófra og meiđandi gamanmála.

Í texta lagsins ,,Hún er svo ţröng" er ađ finna eftirfarandi ljóđlínur, sem bera vott um góđa meiningu en dálítiđ klaufalega framsetningu: ,,Ó vinur minn međ ţitt vöđlubjúga, ég vil ekki ađ ţér neinu ljúga. Ţó ljúf séu legsins göng ţá láttu ţau vera, ţví hú er svo ţröng." Og í textanum á B-hliđinni gefur ađ líta ţessar hugleiđingar: ,,Ţegar um heiminn ég hossast og bossast og helvítis graddarnir fálma mér á, ţá tak ég á móti međ glöđum gćlunum og gossast í leikinn međ allt á hćlunum." Ađ gefnu tilefni er rétt ađ ţađ komi fram, ađ ofangreindar tilvitnanir í textana á plötu Máríu Borgargagns eru fjarri ţví ađ vera ţeir safaríkustu og blautustu, raunar eru ţeir ţess eđlis og ţannig orđađir, ađ meira ađ segja bloggsían mín leyfir ekki birtingu á ţeim ósköpum. 

 


mbl.is Vonast eftir homma í landsliđiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband