Leita í fréttum mbl.is

Messa síra Baldvins um stöðu guðskristni á Íslandi á gleðigöngudegi.

séraÍ tilefni af gleðigöngu dagsins blés síra Baldvin til guðsþjónustu í höfuðkirkju prestakalls síns. Áður lagði hann ríkt á við sóknarbörn sín að mæta samviskusamlega og meðtaka orðið. Og vissulega varð síra Baldvini að ósk sinni því musteri hans troðfylltist af fólki sem komið var til að hlýða á boðskap hans. Þar eð nú er háferðamannatími kom utansóknarfólk til að vera við messu í þeim tilgangi að uppbyggjast af Guðs erindi. Þegar síra Baldvin sá manngrúann, augliti til auglitis, dró hann annað augað í pung og skipaði mönnum að taka hinni postulegu kveðju.

Þegar söfnuðurinn og utansóknarkindurnar voru risar á fætur hóf síra Baldvin upp raust sína svo um munaði. Hann byrjaði á að tala um drykkfellda ræfla og aumingja sem sóuðu lífi sínu í hórdóm og kynferðisólifnað og lauk ræðu sinni þremur klukkustundum síðar á því að tilkynna viðstöddum, að nú væri svo komið fyrir guðskristni í landinu að værðarklerkurinn Þ. Stephensen væri farinn að vafra um götur Reykjavíkur í hommabúningi um hábjartan dag. Þessu svöruðu messugestir með langdregnu, einbeittu bauli og báðu Reykjavík og innbyggjara hennar aldrei þrífast og síra Baldvin svaraði að bragði: ,,Þetta líkar mér, svona baul eiga fræðimenn og fareisear svo sannarlega skilið."

Messugjörð síra Baldvins í dag verður lengi í minnum höfð og munu þeir er viðstaddir vóru aldrei verða samir á eftir. Þegar fram líða stundir verður þessarar guðsþjónustu getið á sögubókum sem eins af hátindum kirkjueg starfs á Íslandi. Á aftasta bekk í kirkjunni sátu þau sæmdarhjón, frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinssons, grunsamlega útúrdrukkin og hrópuðu og klöppuðu saman lófum eins og þau væru á knattspyrnukappleik þegar þeim þókti síra Baldvini mælast sérlega vel. Þessu tóku messugestir sem svo að þau væru að frelsast frá Andskotanum, Afmori, Bakkusi og Mammóni, og síra Baldvin lét syngja ,,Hærra minn Guð til þín" þeim hjónum til heiðurs.


mbl.is Knattspyrna, kristni og BDSM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband