Leita í fréttum mbl.is

Messa síra Baldvins um stöđu guđskristni á Íslandi á gleđigöngudegi.

séraÍ tilefni af gleđigöngu dagsins blés síra Baldvin til guđsţjónustu í höfuđkirkju prestakalls síns. Áđur lagđi hann ríkt á viđ sóknarbörn sín ađ mćta samviskusamlega og međtaka orđiđ. Og vissulega varđ síra Baldvini ađ ósk sinni ţví musteri hans trođfylltist af fólki sem komiđ var til ađ hlýđa á bođskap hans. Ţar eđ nú er háferđamannatími kom utansóknarfólk til ađ vera viđ messu í ţeim tilgangi ađ uppbyggjast af Guđs erindi. Ţegar síra Baldvin sá manngrúann, augliti til auglitis, dró hann annađ augađ í pung og skipađi mönnum ađ taka hinni postulegu kveđju.

Ţegar söfnuđurinn og utansóknarkindurnar voru risar á fćtur hóf síra Baldvin upp raust sína svo um munađi. Hann byrjađi á ađ tala um drykkfellda rćfla og aumingja sem sóuđu lífi sínu í hórdóm og kynferđisólifnađ og lauk rćđu sinni ţremur klukkustundum síđar á ţví ađ tilkynna viđstöddum, ađ nú vćri svo komiđ fyrir guđskristni í landinu ađ vćrđarklerkurinn Ţ. Stephensen vćri farinn ađ vafra um götur Reykjavíkur í hommabúningi um hábjartan dag. Ţessu svöruđu messugestir međ langdregnu, einbeittu bauli og báđu Reykjavík og innbyggjara hennar aldrei ţrífast og síra Baldvin svarađi ađ bragđi: ,,Ţetta líkar mér, svona baul eiga frćđimenn og fareisear svo sannarlega skiliđ."

Messugjörđ síra Baldvins í dag verđur lengi í minnum höfđ og munu ţeir er viđstaddir vóru aldrei verđa samir á eftir. Ţegar fram líđa stundir verđur ţessarar guđsţjónustu getiđ á sögubókum sem eins af hátindum kirkjueg starfs á Íslandi. Á aftasta bekk í kirkjunni sátu ţau sćmdarhjón, frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinssons, grunsamlega útúrdrukkin og hrópuđu og klöppuđu saman lófum eins og ţau vćru á knattspyrnukappleik ţegar ţeim ţókti síra Baldvini mćlast sérlega vel. Ţessu tóku messugestir sem svo ađ ţau vćru ađ frelsast frá Andskotanum, Afmori, Bakkusi og Mammóni, og síra Baldvin lét syngja ,,Hćrra minn Guđ til ţín" ţeim hjónum til heiđurs.


mbl.is Knattspyrna, kristni og BDSM
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband