Leita í fréttum mbl.is

Andskotinn íllskuflár á Hólum

skrattinnEinkum fjallaði forsetinn um 16. sálm passíu Hallgríms sáluga, hvar frá er greint hvar Júdasar líkar lenda, Andskotann íllskufláan, ágirnd fjárplógsmanna sem freklega elska féð og andlegri blessun hafna. Þá vék forsetinn, eins og í framhjáhlaupi, að meðferð Jesúsar á péníngaköllunum í musterinu, sársaukaópum þeirra, bölvi og ragni þegar meistarinn velti um borðum þeirra og barða þá með musterisstólunum bara af því að þeir höfðu gert musterið að ræningjabæli. 

Má nú að sönnu gera ráð fyrir, að með orðum sínum sé forsetinn að leggja drög að því að leggja höndur á þá óþokka sem gert hafa Ísland að ræningjabæli. Það verður að minnsta kosti dægilegt að sjá Bessastaðakarlinn grípa fyrir kverkar ræningjanna og kasta þeim af hendi útum næsta glugga og á sjó fram. Þá verður grátur og gnístran tanna bæði í LÍÚ og Helvíti.

Það má heita kynlegur andskoti, að nýkjörinn forseti skuli nota fyrstu ferð sína á Hóla í Hjaltadal til að hafa í lítt duldum hótunum við fjármálalífið, atvinnulífið og móðurlífið. Er nema von að rétttrúnaðarmenn séu skelkaðir og spyrji hvur fjandinn sé að manninum. Einn grandvar maður er sat undir talsmáta forsetans í dag lét þess getið á heimleið frá Hólum, að mikið mætti ver ef þessi forsetaskepna sé ekki pírati, að minnsta kosti sé hann ískyggilegur þorpari.


mbl.is Ræddi Passíusálmana á Hólahátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband