Leita í fréttum mbl.is

Er mögulegt að hjálpa botnskrapara til mennskunnar?

drunk5.jpgAjæja og óekkí. Altaf er jafn sorglegt að fá fregnir af ungu fólki sem lendir á villigötum, leitast við að þræða refilstigu, fer hundana, gengur stigamönnum á vald. Soleiðis fólki ber að hjálpa og koma til manns í stað þess að horfa uppá viðkomandi skrapa botninn með rennusteininn á aðra hönd en gaddavír á hina. Verra getur það vart orðið.

Að æskumaður kjósi að ganga viljugur inná frambosðlista af því tagi sem Albert Guðmundsson hefir nú valið sér, er ekkert minna en axarskaft sem á örugglega eftir að draga dilk á eftir sér fyrir hann. Að veita forstöðu Dallssöfnuðinum er merki um að hann hafi orðið ógæfunni að bráð og fyrir hinum liggi að hlaupa breiða veginn til glötunnar. Hvernig í ósköpunum ætli sé farið að því að liðsinna svona tilfelli og hjálpa því til mennskunnar aftur?  


mbl.is Formaður Heimdallar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband