Leita í fréttum mbl.is

Guð gefi oss okkar Kim Jong Ún

hangi2.jpgKim Jong Ún er röggsamur húsbóndi á sínu heimili, mikill sjálfstæðismaður og stórgáfaður í samræmi við það. Lærðir menn og glöggir fullyrða að ef Kim væri Íslendingur á Íslandi væri hann kvótagreifi eða stórbóndi með fjölda hjáleiga og urmul af leiguliðum. Að sjálfsögðu væri hann í Sjálfstæðisflokknum og hefði samúð með Þjóðfylkingunni og Viðreisn og hlustaði sjaldan á annað en útvarp Sugu. Og ég þykist vita að góðir sjálfstæðismenn myndu vilja gefa mikið fyrir að eiga svona mann.

Hitt er svo annað mál, að skítseyðum, sem láta sig hafa að sofna undir ræðuhöldum hjá slíkum manni, er ekki ofgott að finna sjálfa sig fyrir frammi fyrir aftökusveit. Glæpur náungans, sem fór að hrjóta þegar Kim var að tala, er svo ægilegur, að venjulegt fólk hefir ekki ímyndunarafl til að gera sér grein fyrir honum. Þess ber að geta í þessum sambandi, að Kim Jong Ún er réttlátur og góðgjarn og af góðum ættum og auk þess svo gáfaður, að hann sá strax í hendi sér, að óumflýjanlegt væri að lóga skepnunni sem sofnaði.

Morgunbæn vor hér á Íslandi hljóðar í dag uppá að Guð gefi oss sterkan og réttlátan foringja sem vakir dag og nótt yfir velferð þeirri sem vér sjálfstæðismenn sættum oss við, og láti skjóta og hengja sofandi framsóknarlarfa og kommúnistafífl eins og hvurja aðra ófriðaða vargfugla.


mbl.is Sofnaði á fundi og tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Íslenzks Kim Jong-Un á ekki að leita innan Sjálfstæðisflokksins, heldur meðal öfgafemínistanna og ESB-sinnanna innan Samfylkingarinnar. Sú manneskja á Alþingi sem síðast sýndi af sér sömu einræðistilburði og Kim var nefnilega Jóhanna Sigurðardóttir.

Aztec, 31.8.2016 kl. 11:11

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég á, skal ég segja þér, bágt með að trúa því um Jóhönnu Sig. að hún hafi látið leiða einhvern, sem sofnaði undir ræðu hjá henni, fyrir aftökusveit að húsabaki og látið hana skjóta kauða.

Jóhannes Ragnarsson, 31.8.2016 kl. 12:01

3 Smámynd: Aztec

Næsti bær við.

Aztec, 31.8.2016 kl. 12:41

4 Smámynd: Aztec

Jóhanna og Steingrímur voru og eru bæði pólítískir fávitar.

Hvað varðar Steingrím, þá var bágt fyrir þjóðina að þurfa að hafa fjármálaráðherra sem hafði ekkert fjármálavit og atvinnuvegaráðherra sem vann markvisst gegn uppbyggingu atvinnulífsins.

Meðan stefna ríkisstjórnarinnar var að gera helzt ekki neitt nema tóman óþarfa, þá dýpkaði kreppan. Á sama tíma var þessi ógæfustjórn Jóhönnu með dýrðaráróður um "afrek" sín í erlendum fjölmiðlum. Villuráfandi sauðir eins og þingmenn VG eða Samfylkingar sem heldur að það sé hægt að kjafta sig út úr kreppu (eða það sem verra er), ætti ekki að koma nálægt stjórn landsins.

Do I make myself perfectly clear?

Aztec, 31.8.2016 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband