Leita í fréttum mbl.is

Þjóðskáldið sem dó úr uppgerð

djöfsi3,,Þú eldforna ósvífna kérlíngargála,
uppá vegg eins og skrattann þig ætti að mála."

Þannig orkti þjóðskáldið mikla um tengdamóður sína þegar hún faldi brennivínið fyrir honum. Þetta varð að áhrinsorðum, því daginn eftir, algjörlega uppúr þuru, tók sonur þjóðskáldsins, sem jafnframt var dóttursonur tengdamóðurinnar, uppá þeim helvítisandskota að mála mynd af ömmu sinni með horn hala og klaufir á hlöðuvegginn, svo að blasti við allri sveitinni.

Um kveldið andaðist þjóðskáldið. Á heimilinu var sagt, að þjóðskáldið hafi látist úr uppgerð. Óstaðfest munnæli sögðu aftur á móti, að tengdamóðirin hafi barið það til bana með kvistóttum lurki.


mbl.is Óþarfi að mála skrattann á vegginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha þær eru hræðilegar þessar tengdamömmur laughing

Níels A. Ársælsson., 1.10.2016 kl. 12:47

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það má til sanns vegar færa.

Jóhannes Ragnarsson, 1.10.2016 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband