Leita í fréttum mbl.is

Hver er Litla Gula Hænan?

tvNú er kominn til skjalanna einhver dularfyllsti framsóknarmaður, sem um hefir verið getið, og þeir þeir þó margir undarlega dularfullir. Ekki hafði spurst til þessa nýstárlega framsóknarmanns, að minnsta kosti ekki að ráði, fyrr en í gærdag eða gærkvöldi. Að vísu kannast margir við nafnið síðan í barnæsku, en að nafnberinn væri framsóknarfugl hafði aungvum dottið í hug áður. Þetta er að sjálfsögðu Litla Gula Hænan, sem koma alfiðruð og fljúgandi inná einhverja snilldarsíðu sem Vigdís Hauksdóttir skrifaði á. Nú er Vigdís sjálf bæði lítil og gul, en það er af og frá að hún sé af einhverju hænsnakyni, svo að ekki er hún Litla Gula Hænan.

Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður varð agndofa þegar honum bárust fréttirnar af Litlu Gulu Hænunni, hélt fyrst að hann væri kominn með snert af deleríum tremens og hvolfdi í sig þrem fleytifullum vantnsglösum að rótsterku wiskýi á rúmri mínútu til að jafna sig á tíðindunum og bægja tremensinum frá í bili. Kolbeinn hafði nefnilega líka gengið útúr Háskólabíói undir ræðu Sigurðar Inga og lætt sér heim til að sleikja sár sín í hópi ástvina sinna. Faðir Kolbeins, gamli Kolbeinn Kolbeinsson fyrrv. kaupfélagsstjóri með aðsetur á dvalarheimilinu Kopar, hafði hringt í son sinn, um leið og ljóst varð Sigmundur var fallinn, og ausið yfir hann svívirðingum og skömmum og haft í hótunum með að berja hann í hel. Þannig að segja má, að Kolbeinn yngri hafi verið nánast yfirbrunninn til sálar og líkama þegar honum barst fréttin af Litlu Gulu Hænunni.

Í allan dag hafa menn spurt sjálfa sig og aðra um hvaða helvítis hæna þetta sé, sem Vigdís dró fram úr pússi sínu í gær. Helst er hallast að því, að þarna eigi formaður fjálganefndar við litlu fröken Alfredós, en hún er hvort tveggja lítil og gul og að Vigdís sjái eitthvað hænsnalegt við hana. Litla Gula Hænan er að minnsta kosti ekki ,,litla gula hænan" úr dæmissögunni frægu, því púta Vigdísar er að hennar sögn hið versta óbermi. Allt um þá, þá er sumir grandvarir framsoknarmenn svo felmtri slegnir, að þeir tala um að hafa uppá þessu dularfulla hænsni og höggva það.


mbl.is Heppilegra ef Sigmundur hefði talað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes. Nú er Vigdís komin langt út fyrir eitthvað sem raunverulegu þrælandi og skattpíndu "litlu gulu hænu"=verkamenn þessa lands, munu nokkurn tíma geta skilið.

Ja, fyrr má nú aldeilis vera andskotans hrokinn hjá henni Vigdísi Hauksdóttur núna. Sem hreykti sér yfir því í einu viðtali fyrir skömmu síðan á Útvarpi Sögu Péturs Gunnlaugssonar, að hún hefði komið Framsóknarflokknum á mölina?

Ja, þvílíkur svika-hroki að hreykja sér af slíkum svikaverkum innan Framsóknarflokksins? Að niðurlægja "litlu gulu hænurnar" allt í kringum landið og miðin, sem hafa alla tíð unnið öll verkamannaverkin?

Á meðan hún, og toppar Björns Inga Hrafnssonar (Sigmundar Davíðs-foringjarnir kúgandi) og DV-alþjóðabankastyrktu handrukkandi bankræningjagengin, hentu fólki út á kaldan klakann dauðadæmda?

Mér er gjörsamlega ofboðið yfir hvernig Vigdís Hauksdóttir hegðar sér þessa dagana.

Oft hef ég varið hana fyrir árásum fjölmiðla á síðustu árum, en nú hreinlega get ég ekki varið lengur það sem hún hefur látið frá sér fara.

Almættið algóða hjálpi vesalings Vigdísi Hauksdóttur, Framsóknarflokks-villuvegaráfandi konunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.10.2016 kl. 22:24

2 Smámynd: Aztec

Jóhannes eða Anna, nú megið þið alveg upplýsa mig um hvar minnzt er á Vigdísi og Lilju í þessari frétt sem þú hefur tengzt við. 

Aztec, 3.10.2016 kl. 23:55

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jæja, Aztec minn, það er best að upplýsa þig um að skylt er skeggið hökunni. Því að Vigdís, Lilja Alfredós, Sigurður Ingi, Sigmundur Dávíð, Wintris og Litla Gula Hænan verða ekki aðskilin. Þess utan er hin dularfulla Litla Gula Hæna mun áhugaverðari og skemmtilegri en tautið í Sigurði Inga og þar af leiðandi liggur í hlutarins eðli, að hún hentar betur til bloggpistla og hugleiðinga yfirleitt.cool

Jóhannes Ragnarsson, 5.10.2016 kl. 08:08

4 Smámynd: Aztec

Eftir þessar mjög ýtarlegu útskýringar þínar, þá er ég engu nær. Þetta með litlu gulu hænuna hlýtur að vera innanbúðarbrandari ykkar Framsóknarmanna...

Aztec, 5.10.2016 kl. 21:33

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er hreint og beint sorglegt að þú skulir vera engu nær, Aztec, varðandi þetta mikilvæga spursmál. En okkur framsóknarmönnum líkar talsvert betur við Litlu Gulu Hænuna í Framsókn, þó svo að aunginn viti með vissu hvur hún er, heldur en leiðindaskrjóðana Sigmund og Sigurð Inga, það eru sem maður segir leiðinlegir menn. Þess vegna skrifum við frekar um þá Gulu en bévaða kallhlúnkana.

Jóhannes Ragnarsson, 6.10.2016 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband