7.10.2016 | 13:09
Mannasiðapostuli og Þríhross kveður sér hljóðs á Alþingi Íslendinga
Það má vera að Jón þessi Gunnarsson alþingismaður sé óttalegur dóni og ruddamenni, það veit ég ekkert um, og þurfi ekki síður en allflestir landsmenn á mannasiðanámskeiði að halda. En það getur allt eins verið, þó svo að mér hafi ekki verið tilkynnt um það, að alþingismanður þessi sé ákaflega mjúkur maður, kurteis og háttvís og kunni öll mannasiðanámskeið heimsins uppa sína tíu fingur. Jón heldur að vísu mikið með stóriðju, miklum virkjunum, kvótagróssérum og ágengum fjáraflamönnum, en það er ekki vegna kunnáttuskorts á mannasiðum, það er bara viðhorf, svona svipað og að halda með KR eða kristilega félaginu Val í fótbolta.
Ekki hefi ég heldur frétt, að Steingrímur nokkur J. Sigfússon sé heimsmeistari í mannasiðum, né meistari í þeirri grein á landsvísu eða sveitarvísu. Hans viðskipti við fólk eru aðallega í því fólgin að nota það sjálfum sér til framdráttar. Þegar Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja, Atli Gísla og Lilja Mós voru farin að vera honum til trafala magnaði hann seið gegn þeim með öllum þeim rógi og lygum sem þessháttar kræsingum heyra til. Þó höfðu fórnarlömbin ekki annað til sakar unnið en að svíða undan svikum flokksins, sem þau voru kjörnir þingmenn fyrir, og reyndu að andæfa yfirgangi og auðvaldsdekri Steingríms og hinna svikulu kratahólkanna. Þá voru mannasiðirnir ekki að flækjast fyrir Steingrími J. hans úrkynjuðu flokkseigendaelítu.
Víst er um það, að Steingrímur er gríðarlegur stórkall, en því miður af nákvæmlega sömu tegund og Pétur Pálsson Þríhross framkvæmdastjóri og eigandi Sviðinsvíkureignarinnar. Það skýtur dálítið skökku við, að Steingrímur skuli ekki hafa blásið til gjörningarhríðar gegn Svavari og Álfheiði Inga þegar þau vippuðu honum úr formannstóli VG mínútu fyrir kosningar 2013, eins og hann setti í gang gegn Jóni, Atla, Lilju, Ásmundi og Guðfríði Lilju, já, og Ögmundi. En í þeim leik má reikna Ögmundi það til tekna, að hann kunni þá mannasiði að svíkja sitt fólk og skríða eins og blauður hundur í skotið hjá Steingrími og Flokkseigendunum.
Þarft að fara á námskeið í mannasiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 1539335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Það er auðvitað alkunnugt, að þetta var vel úthugsað kænskubragð hjá Ögmundi. Ég ætla ekki að kalla Steingrím valdasjúkan og svikulan eiginhagsmunasegg, en hvað varðar samskipti Steingríms við Ögmund, má segja að þar hafi fjandinn hitt ömmu sína.
Í árdaga vinstristjórnarinnar sveið Ögmundi það að hafa fengið heilbrigðisráðuneytið, sem honum fanns vera fyrir neðan sína virðingu, enda sinnti hann ekki heilbrigðismálunum. Þá sauð hann saman plott til að útvega sjálfum sér meiri völd og gerði það með því að yfirgefa ríkisstjórnina og ganga gegn forystunni. Plottið heppnaðist vonum framar með aðstoð strengjabrúðunnar Steingríms sem færði Ögmundi þriðja valdamesta ráðuneytið á silfurfati í skiptum fyrir, að Ögmundur myndi kyngja bæði ESB-aðildinni og Icesave svikasamningnum. Þannig stóð Ögmundur uppi sem sigurvegari, Steingrímur sat eftir sem skósveinn Ögmundar og þjóðin sat eftir í stórtjóni, allt þangað til allt það sem Steingrímur og Jóhanna höfðu bruggað saman, kolféll fyrir tilstilli góðra manna (og kvenna). Síðan var öllu hyskinu fleygt eins og hverju öðru fúaspreki á hina pólítísku öskuhauga, þaðan sem enginn á afturkvæmt.
Pétur D.
Aztec, 7.10.2016 kl. 15:42
Þetta er hvorki verri né betri söguskýring en hver önnur, Aztec, því að Ögmundur er ekki allur þar sem hann er séður. Að minnsta kosti valdi hann Álfheiði Inga, Steingrím og Svarsfjölskylduna þegar honum stóð til boða að velja á milli hennar og róttæks alþýðufólks. Að ýmsu leyti er Ögmundur auðvirðilegri loddari en Steingrímur og þarf þó mikið til þess.
Jóhannes Ragnarsson, 7.10.2016 kl. 18:29
Jóhannes. Það eru undarlegir tímar. Tímar upplýstra og alnetsins almenningsins meðvitaðra, og meðvirkniblekkinga, og vanþróunar-lyga.
Og ekki nokkurt orð að marka lögmannafélaganna verjandi spillingu, og fjölmiðla-kúgað/blekkt fólk, frekar en fyrri daga.
Marklaus hótaranna framkölluðu orð, fyrrum blekkta og kúgaða fólksins, sem kramið er undir hótunar og kúgunarhæl banka/lífeyrissjóða, og sýslumannsembættanna-rænandi og dómstólavörðu. Og ekki síst kramið undir lyga og okurlánastofnun: Háskóla Íslands! (Það sem er kennt í dag, er of oft orðin úrelt rándýr okurlánaranna blekking á morgun).
Heilaþvottastöð Háskóla Íslands, og Hæstaréttarforseta-fjölskyldustemningarinnar "huggulegu", OG LANDSSTJÓRNANDI, í einu og öllu.
En, "endilega", kjósum aftur einræðis-Forseta Hæstaréttar Íslands, og Háskóla-lagaprófessors-einræðisherra-frúna hans!
Þá breytist víst öll spilling mafíudómstólakerfisins á Íslandi, í nýtt mafíudómstólakerfi af sams konar "alveg nýrri sort"!
"Miklu betri" einræðis-mafíu-dómsstólasvikakerfis-sort, heldur en núverandi einræðis-mafíu-dómsstólasvikakerfis-sort!
Hvað er eiginlega að okkur Íslendingum?
Að halda að við séum að fara að kjósa "nýja" stjórn á Íslandi í haust? Með sama gamla lögfræðinga/dómsstóla-spillingarstóðinu fjölmiðlakúgandi?
Með allar sínar heilaþvotta-skoðanakannana-áróðurslygar og bull?
Kjósa áframhaldandi siðlausa vanþróunar-stöðnun, lygahönnunar-fjölmiðlakúgun, og þöggun raunveruleikans á Íslandi?
Til hvers í ósköpunum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2016 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.