Leita í fréttum mbl.is

Yfirstéttarfemínismi og verkakonur.

Hvort konur eru fleiri eða færri, í stjórnum 100 stærstu fyrirtækja landsins, kemur jafnrétti ekki nokkurn skapaðan hlut við. Yfirséttarfemínismi er yfirstéttarpólitík og nákvæmlega ekkert annað. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á hvernig þessi tegund af yfirstéttarbrölti hefur heltekið stjórnmálasamtök sem sögð eru til vinstri, látum vera þó svona hundakúnstir séu iðkaðar innan Sjálfstæðisflokksins. Og hvað eiga t.d. konur í verkalýðsstétt sameiginlegt með efri-milliséttar og yfirstéttarkerlingum? Svarið liggur í augum uppi: Ekkert. Um slíkt þarf varla að hafa fleiri orð.

Ef að fólki er alvara með  kvennapólitík þá verður hún að vera háð á forsendum verkalýðsstéttarinnar. Yfirstéttarfemínismi, sem rekinn hefur verinn innan VG í skjóli meintrar vinstri stefnu þess flokks, er að mínu mati skandall sem VG verður að hreinsa sig af ef sá flokkur vill vera trúverðugur á þessu sviði.


mbl.is Jafnrétti kynjanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Hjartanlega sammála þér!  En meðal annarra orða. Hvar var verkalýðurinn á framboðslistum núna síðast? Fór einhver umræða fram um kjör verkalýðsins í síðustu kosningabaráttu, eða verkalýðsmál yfirleitt? Finnst "vinstri "mönnum nærvera verkafólks eitthvað óþægileg? Finnst þeim orðið "verkalýður" ,og tengd orð, eitthvað óþægileg í munni. Og "jafnrétti" er orði sem yfirstéttafemmar eru búnir að eyðileggja!  Allavega þýðir það ekki jafnrétti allra, karla og kvenna, í þeirra munni.

Auðun Gíslason, 22.5.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Verkalýðspólitík er víst eitthvað í litlum metum hjá vinstrflokkunum svokölluðu og umræða um málefni og stöðu verkafólks er almennt ekki vel séð hjá þeim ráða fyrir þessum flokkum. Í VG, þar sem ég þekki dálítið til, eru verkalýðsmál og stéttarbarátta, að ég minnist ekki á sósíalisma, litin hornauga af þeim sem valdið hafa í þeim flokki og telja sig eiga hann. Svo alvarlegt er ástandið, að ég get með góðri samvisku fullyrt að VG er klofinn flokkur niður í rót og það mun ekki breytast nema verkalýðssinnað fólk þar á bæ taki sig saman og hrinsi almennilega til í kotinu. En eins og staðan er í dag, er VG ekki verkalýðsflokkur og getur því trauðla gert tilkall til vinstrinafnbótar. 

Jóhannes Ragnarsson, 22.5.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband