Leita í fréttum mbl.is

Upphafssetningin

,,Ţađ hefir aldrei ţókt góđ latína ađ einhver eđa einhverjir flćkist fyrir samförum. Ţađ er glćpur gegn tilvist lífs á jörđinni."

ko34Á ţess leiđ hófst rćđa stjórnaformannsins á hátíđarsamkomu í félagsheimilinu á 17. júní. Síđan vék hann umsvifalaust ađ sprettu í túnum og aflabrögđunum á síđustu vetrarvertíđ. Eftir sátu hátíđargestir og hölluđu undir flatt og reyndu af alefli ađ koma upphafsorđum stjórnarformannsins heim og saman, án nokkurs sýnilegs árangurs. Og ţegar stjórnarformađurinn lauk máli sínu međ nokkrum frumortum brunavísum og hálfsóđalegum afmorsstökum vor áheyrendur jafn nćr um fyrstu setninguna í ţessari kynlegu rćđu. Hvurn sjálfann andskotann var bölvađur kallskrjóđurinn ađ fara međ svona óskiljanlegri setningu? Var hann máske ađ draga dár ađ fólki?; var hann fullur; átti ţetta ađ vera skens á Jón forseta, 17. júní og Fjallkonuna? Eđa mismćlti stjórnarformađurinn sig svona neyđarlega? Viđ ţessu fengust ađ sjálfsögđu aungin svör; ef einhver ćtlađ tala sig á kurteisan hátt í átt ađ upphafssetningunni og inna stjórnarformanninn eftir skýringu á ţeim, sagđi karlinn viđkomandi međ ţjósti ađ halda kjafti. Ţađ svar, ,,ađ halda kjafti" hafđi stjórnarformađurinn líka notađ međ góđum árangri nokkrum árum fyrr gegn ölvuđum óráđsígemlingi, sem hafi leyft sér ađ trufla rćđu hans međ óviđeigandi drykkjurausi. Sú uppákoma gerđist einnig á hátíđarstund í félagsheimilinu.

Ţví miđur höguđu örlögin ţví ţannig, ađ nokkrum árum eftir ,,rćđuna međ upphafssetningunni" varđ sá leiđindaatburđur ađ fyrrnefndur stjórnarformađur varđ úr heimi hallur, án ţess ađ nokkur haldbćr skýring fengist á upphafsorđum rćđunnar frćgu. Og eins og viđ manninn mćlt, ţá var stjórnarformađurinn vart kólnađur í gröf sinni, ţegar formađur félagsins framkvćmdi nokkra snjalla leiki, sem gerđu honum kleyft ađ stela félaginu međ húđ og hári og stinga af til Reykjavíkur međ milljonirnar. 


mbl.is „Viđ sćkjumst eftir framförum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband