Leita í fréttum mbl.is

Konnarnir liggja hvur um annan þveran í forarvilpunni

RassakissJújú, Valmundur minn, samherjarnir komu standandi niður, enda lyftust þeir aldrei upp frá gólfinu. Hinsvegar liggja þú og Konninn og Villi hvur um annan þveran í forarvilpunni, sem þið létuð samherjana og Thorgerði teyma ykkur út í. Nú verðið þið að gjöra svo vel að halda áfram að velta ukkur í eðjunni þar til yfir lýkur. Í kvöld hlægja samherjarnir að ykkur eins og hvurjum öðrum brjóstumkennanlegum endemum. Það verður að hafa það. Næst fara þeir með ykkur bak við hús og láta ykkur skrifa uppá föst laun sjómanna og þar með afnám hlutaskiptakerfisins; ekki þarf að efa að þið konnarnir gerið það fúslega fyrir góðgjörðamenn ukkar. Og ef þeir samherjarnir bæðu ykkur við sama tækifæri að kyssa þá á rassinn munduð þið gera það umsvifalaust fyrir þá og sleikja útum á eftir eins og hvur önnur hundsspott.

Auk þess er tilvalið að þið breytið nafni Sjómannasambands Íslands í Sjálfstæðis- og Framsóknarmannafélag Íslands, með heimilisfesti og varnarþing í Hádegismóum. Það væri þó fjári skæslegt af ykkar hálfu og í takt við tíðarandann hjá samherjunum, vinum ukkar.   

 


mbl.is „Tæpt en þetta hafðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband