Leita í fréttum mbl.is

Að leita undir

herÞað voru að vísu ekki kafarar sem gerðu tilraun til að leita undir frú Ingveldi þegar hún kom frá útlöndum hér um árið. Og þetta varð aldrei nema tilraun því að frú Ingveldur sló leitarmennina alla þrjá í rot og hélt leiðar sinnar. Daginn eftir voru þremenningarnir reknir úr starfi og kærðir fyrir gróft kynferðisleg áreiti; frú Ingveldur klagaði nefnilega þessa þorpara í ráðherrann vin sinn og hann brást hart við því frú Ingveldur á dálaglega hönk upp í bakið á honum. 

En nú er Gorgur Kristilegi Laurizt víst að byrjaður að þukla norskt rannsóknarskip að neðan, en þess háttar framferði er ósköp lítilfjörlegur og mannkyninu til takmarkaðs sóma. Raunar helgast umræddar athafnir Gorgs af grun um að áhöfn rannsóknarskipsins séu sjóræningjar sem hafi ætlað að slá eign sinni á sjóleginni trjákvoðu sem talið er að sé í lest skips nokkurs sem sökk fyrir áttatíu árum. Og ef það sannast að karlarnir á Seabed Constructor séu sjáræningja berast böndin beint að Pírötu því þeir eru með sjóræningjatákn í skjaldarmerki sínu. Í gamla daga hengdu Íslendingar sjóræningja ef þeir náðu þeim án eftirmála svo að Gorgur á ekki í neinum vandræðum með úrræði ef þarna eru sjóræningjar á ferð.

Af þessu tilefni minntisr frú Ingveldur þess í dag, að nú eru um það bil tíu ár liðin frá því Kolbeinn eiginmaður hennar kom skríðandi og illa leikinn heim að morgni dags. Þegar betur var að gáð komst frú Ingvedur að því að bóndi hennar var allur útmakaður í trjákvoðu, einkum að neðan. Eitthvert óvandað fólk hafði tekið Kolbein sér til handargagns þá um nóttina og notað ástand hans til að svívirða hann í hvívetna og meðal annars brúkaða trjákvoðu í stað smjörlíkis til að koma fram vilja sínum illum. Því miður hafa tilræðismennirnir aldrei komið í leitirnar þar eð Kolbeinn kvaðst ekki hafa borið kennsl á þá. En ef frú Ingveldur kemst á snoðir um hvurjir voru að verki er þeim skjótur bani búinn.  


mbl.is Kafarar leita undir skipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband