Leita í fréttum mbl.is

Árni Aunglabeygja var okkar skæðasta grenjuskjóða

grénjirÞá man ég eftir Árna Aunglabeygju. Það var ljóta helvítis grenjuskjóðan. Þessi Árni var með okkur á sjó, alveg frámunalega leiðinlegur maður og sennilega heimskari en útilegumaður ofan af Vatnajökli. Þegar einhver nennti að berja þetta ískyggilega fól þá var segjin saga, að Aunglabeyjan fór að hrína og klaðgaði í kaptugann, sem rak hann yfirleitt niður í lest og sagði honum að halda þar til næstu 12 tímana. Nótt eina, þegar dallurinn lá við bryggju, hugkvæmdist einum okkar að heimsækja Aunglabeygjuna og míga framan í hana í kojunni. Þegar Árni Aunglabeygja sá hvað verða vildi spratt hann upp og hljóp hágrenjandi til fjalls á nærbuxunum einum en ódámurinn sem hugðist vökva andlit hans hljóp á eftir og linnti ekki fyrr en hann sá að flóttadrengurinn var kominn upp fyrir miðjar hlíðar og hvurgi nærri stoppaður.

Eitt sinn, í byrjun veiðiferðar, tilkynntu skipsfélagaenir Árna Aunglabeygju að nú ætluðu þeir að hengja hann í snurpugálganum. Þá bjargaði helvískur sér með því að smjúga eins og hrökkáll niður í lest og þar hélt hann til þar til komið var að bryggju aftur eftir eina viku. Einhvejir um borð kjótluðu til hans vatni og brauðmolum meðan á veiðiferðinni stóð og það, ásamt hráum fiski sem kom jafnt og þétt niður í lest, dró Aunglabeygjan fram lífið þessa átakanlegu viku í ævi hans. Þegar skipsfélagarnir voru spurðir hvers vegna þeir væru sona vondir við drenginn svörðu þeir því til að þeir væru að reyna að gera hann að manni ó svo að lítil von væri til þess.

Enda fór það svo að Árni Aunglabeygja varð ekki að menni; hans hlutskipti var að verða að yfirnáttúrlega leiðinlegu óféti og skoffíni. Og nokkuð varð hann slyngur í svikum, prettum og harmagráti, sem kom ekki á óvart því skepnan var þjófótt, lýgin og hyskin að eðlisfari. Svo hvarf dýrið einn góðan veðurdag eins og jörðin hefði gleypt hann. Það var leitað að honum í hraungjótum hingað og þangað í tvær til þrjár vikur, án árangurs. Auðvitað héldu allir að Árni Aunglabeygja, grátsöngvarinn mikli, væri dauður, hefði sennilega verið myrtur. En þá bárust fréttir af grátandi farandmanni á meginlandi Evrópu og eftir lýsingu að dæma þá var þetta aunginn annar en Árni Aunglabeygja; væri hann orðinn betlari, en um nætur væri hann vændiskall. Honum sagðist víst sjálfum svo frá, að hann hefði ágætlega vel upp úr sér þarna og nýja lífið væri honum sannkallaður dans á rósum.  


mbl.is Það er í himnalagi að gráta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband