Leita í fréttum mbl.is

Nú skal leggja Ţingvelli niđur

xd13_1053333.jpgFyrst ađ Kolbeinn Kolbeinsson hefir dregiđ Sigmund Dávíđ upp úr Fjóshaug Framsóknarmaddömunnar og plantađ honum niđur í Ţingvallanefnd er augljóst ađ búiđ er ađ taka ákvörđun um ađ leggja Ţingvelli niđur og fjarlćgja ţá af landakortinu. Ţađ er nefnilega svipađ međ ţennan Sigmund Dávíđ og ţvottasápuna Lúvíl, sem auglýsingar sögđu ađ vćri efnakljúfur sjálfrar náttúrunnar; Sigmundur Dávíđ er sko flokkakjúfur í Framsóknarflokknum. Og ađ frú Ingveldur hafi djöflađ Páli Magg í nefndina fyrir hönd Höfuđbólsins á Auđvaldsvöllum sannar ţessa kenningu svo um munar.

Nú kann einhver ađ varpa fram ţeirri spurningu hvađ verđi ţá um Ţingvallavatn eftir ađ Ţingvellir verđa formlega afmáđir. Ţví er til ađ svara, ađ Ţingvallavatn verđur annađhvort endurnefnt eđa einfaldlega fyllt upp í ţađ. Ađ fylla Ţingvallavatn af mold og grjóti vćri auđvitađ gífurlegur búhnykkur fyrir hagvöxtinn og ţá ekki síđur fyrir duglega verktaka. En hvađ verđur ţá um Ţingvallakirkju og ţjóđgarđsvörđinn? Jú, ţjóđgarđsvörđurinn verđur settur á eftirlaun eđa gerđur ađ sendiherra, kirkjan verđur hćnsnakofi ţar sem haninn stígur í stólinn á hverjum morgni og galar: ,,Rćs drćs rassinn blćs."

Ţó verđur einum stađ á Ţingvöllum hlíft og honum reyndar lyft til fyrri vegs og virđingar. Umrćddur stađur er ađ sjálfsögđu sá frćgi Drekkingarhylur í Öxará. Og hann verđur ekki ađeins hafinn til vegs og virđingar heldur er honum í framtíđinni ćtlađ ađ gegna sama hlutverki og hann gengdi, ţar er frá var horfiđ á átjándu öldinni, sem sé ađ embćtta lauslátar kvensniptir til eflingar góđu siđferđi í landinu. 


mbl.is Sigmundur Davíđ í Ţingvallanefnd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband