Leita í fréttum mbl.is

,,Sú tegund af fáráđlingum sem hafa dúxaveikina"

fullur2,,Mér er sagt ég hafi í skóla veriđ sú tegund af fáráđlingum sem hafa dúxaveikina. Ţađ er taliđ á Íslandi ađ ţeir sem hafa ţessa veiki geti aldrei orđiđ annađ en drykkjurúta, blađamenn eđa undirkontóristar." (Brekkukotsannáll - Halldór Laxness)

Og enn í dag ţykja fregnir af dúxum vera fréttaefni í blöđum og öđrum miđlum á Íslandi, ţrátt fyrir ađ afdrif dúxa séu landsmönnum fyrir löngu kunn og ţađ ađ verđa dúx á stúdentsprófi ţýđi hér um bil ţađ sama og ,,ađ fara í hundana." Viđ sem ţekktum hann Jón okkar hérna stúdent efumst aldrei um ţá ógćfu sem óhjákvćmilega fylgir dúxaveikinni svokölluđu. Jón stúdent dúxađ í til stúdentsprófs međ einkunninni 9,87. Ađ loknu prófi var hann sjáfkrafa talinn međal gáfuđustu manna ţjóđarinnar og ţar af leiđandi ţótti ekki annađ viđeigandi en ađ hann vćri strax gerđur ađ undirkontórista og allir voru vissir um ađ hann yrđi orđinn stórforstjórinni innan örfárra ára. Ţví miđur kom fljótlega í ljós ađ Jón stúdent var öldungis ónothćfur undirkontóristi og minnstu mátti muna ađ fyrirtćki fengi á sig tugmilljonasektir og yfirkotóristinn og forstjórinn fćru í steininn vega afglapa Jóns. Eftir ađ Jóni hafđi veriđ sagt upp störfum sem undirkontóristi slćddist hann eins og fyrir tilviljun í blađamennsku; hann gerđist sem sagt blađamađur á Morgunblađinu. Ekki varđ blađamennskan Jóni stúdenti gifturík eđa löng. Fljótlega eftir ađ hann hóf störf á Morgunblađinu álpađist hann til ađ skrifa frétt um eldfimt málefni, ţ.e. utanríkismál og út úr ţeirri klausu lásu menn ađ Jón stúdent hefđi glćpsamlega mikla samúđ međ ţeim ađilja Kalda stríđsins, sem yfirbođarar á Morgunblađinu höfđu ógeđ á. Ţar međ var hinum stórgáfađa fyrrum námsmanni sparkađ út úr húsum Moggans og nafn hans letrađ í vissa bók sem hefir ađ geyma nöfn yfir varhugaverđa og ţjóđhćttulega náunga.

Ţá blađamennsku lauk af hálfu Jóns stúdents lá leiđ hans, eins og honum vćri stjórnađ af óbifanlegu náttúruafli, út á strćtiđ ţar sem hann gerđist drykkjurútur. Iđulega var hann á stjái á Austurvelli og í Austurstrćti og götustrákar híuđu á hann og köstuđu í hann eggjum sér til skemmtunarauka. Konur strćtisins vildu ekkert međ ţennan dúx hafa; sögđu hann vera öfugugga og villudýr til ástarbragđa, um annađ kvenfólk var ekki um ađ tala í lífi Jóns stúdents. Loks fannst hann dauđur á grúfu á syđri tjarnarbakkanum, einn vetrarmorgun, viđ hliđina á styttunni af Ólafi Thórs. Nokkrum dögum síđar var hann grafinn í kyrrţey ađ viđstöddum ađstođarpresti og tveimur gröfurum einum manna. Dúxxx 


mbl.is Dúxinn hefur oft fórnađ svefni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stúlkan, sem í dag varđ dúx,

drengjum öllum skákar,

eflaust verđur einstakt lux

ex occidente, strákar!

 

Talađ er um lux ex oriente: Ljósiđ úr austri. Ljósiđ úr vestri er ţá lux ex occidente.

Jón Valur Jensson, 28.5.2017 kl. 03:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband