Leita í fréttum mbl.is

Hvað skal gera við sjálfhverfa sjálfvæðinga?

sjoari0.jpgHvurn andskotann ætli oðið ,,sjálfvæðing" merki? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að við sjálfvæðingu væðist viðkomandi sjálfum sér. Og hvernig ætli maður væðist sjálfum sér og hver er tilgangurinn með því? Gera má ráð fyrir að þeir sem búa til nýyrði eigi auðvelt með að svara því hvað það merkir og hvernig það er hugsað. En í þessu tilfelli er nær óhugandi að nýyrðasmiðurinn hafi hugmynd um hvað þessi ,,sjálfvæðing" hans þýðir eða hvernig hún er hugsuð. Það vari svo sem nógu fróðlegt og skemmtilegt að sjá hvernig togari sjálfvæðir sjálfan sig með þeim árangri að togarasjómenn verða hérumbil óþarfir.

Þá er ekki síður hugnæmt að fyrirtækið HB Grandi skuli standa svona framarlega í sjálfvæðingunni, ekki síst fyrir þá sök að þetta kynlega firma er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, en sem kunnugt er eru eigendur lífeyrissjóðanna þeir sem eru skyldaðir að borga í þá. Á hinum merku sjálfvæðingartímamótum væri kanski viðeigandi að eigendur lífeyrissjóðanna, sjóararnir, verkafólkið og almennu ríkisstarfsmennirnir, tækju sig til og breyttu HB Granda í samvinnuútgerð og losuðu sig í leiðinni við hina sjálfhverfu sjálfvæðingarsinna sem farið hafa með fyrirtækið eins og salernispappírinn heima hjá sér.

Á sam hátt eiga eigendur lífeyrissjóðanna að fara önnur fyrirtæki sem þeir eiga að mestu leyti. Til dæmis er borðliggjandi fyrir launafólk að taka verslunarbáknið Haga og breyta því í kaupfélag. Og alþýða manna á ekki að láta staðar numið samfélagsvæðingunni við HB Granda og Haga, heldur á hún að afvopna auðvaldið hvar sem því verður við komið. Það er kominn tími til, þó fyrr hefði verið, að stöðva 26 ára eyðileggingaræði frjálshyggjuræflana og byrja að vinda ofan af ólánsverkum þeirra með það að markmiði að koma á þjóðskipulagi siðaðra manna.  


mbl.is „Skipin stækka og sjómönnum fækkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband