Leita í fréttum mbl.is

Opin, einlæg og laung

kolb14.jpgOhhh ...  hún er so opin og einlæg og alþýðleg hún Alexandra Súlmann, fyrrum ritstjóri Vogue, að hún myndar sjálfa sig nærri bera og leyfir öllu fólkinu að sjá hvað hún er laus við tepruskap. Leiðinlegur maður segir mér að Súlmann hafi verið full þegar hún myndaði sig og kona leiðinlega mannsins bætti við eftir að hafa skoðað myndina af Súlmann, að þessari kerlu hefði ekki veitt af að skipta um nærbuxur áður en hún myndaði sig. Sona geta sumir verið neikvæðir og leiðinlegir. En við hin sem elskum Súlmann látum ekki úrtölufólk hafa áhrif á gleði okkar.

Úr því minnst hefir verið á Alexöndru Súlmann er ekki alveg óviðeigandi að rifja upp brot úr ljóði eftir frú Ingveldi sem hún orkti þegar hún var fimmtug. Í því ljóði hafi íslensk ljóðlist hafi risið úr öskustónni eftir áratuga niðurlægingu. Þegar fólk heyrði eða las ljóðmæli frú Ingveldar komu þjóðskáld á borð við Einar Ben., Jónas og Matthías Jochumsson strax upp í hugan ásamt Fjölnismönnum. Fyrir ljóðið hlaut frú Ingveldur verðlaunaviðurkenningu Kvenfélagasambands Íslands og Jafnréttisráð sæmdi hana gullmerki ráðsins. 

ingv5.jpgVissulega kemur frú Ingveldur til dyranna eins og hún er klædd í ljóði sínu, opiská og einlæg í lífisns amstri. Í eftirfarandi broti fær karlpeningurinn það vel útilátið, so sem hann hefir til unnið, en yfir öllu vofir andi frú Ingveldar, sterkur og ákveðinn, og síst af öllu harmar hún örlög sín og yrkir af kyngimögnuðum krafti:

Pípí mín er loðin og laung,
lafir við hana skiki.
Piltunum þókti hún heldur þraung
og þöndu hana út með priki.

Mikið mega þeir piltar, sem við sögu frú Ingveldar koma, skammast sín fyrir fyrir framkomuna við frú Ingveldi, en síðar kom hún fram fullum hefndum af þeim alkunna langa og loðna þunga sem á aungvann sinn líka á gjörvöllu ísaláði. Það er fyrir konur eins og frú Ingveldi og frú Súlmann sem kvenkyninu hefir farið fram á síðustu árum, sem raun ber fagurt vitni.


mbl.is Kemur til dyranna eins og hún er klædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband