Leita í fréttum mbl.is

Svo mćlti stórsöngvarinn - og ţannig brást hundur Arinbjarnar viđ

opera,,Sá mađur sem sýngur öđrum til skemtunar er fífl, og ţó enn meira fífl sá sem sýngur sjálfum sér til skemtunar." Svo mćlti stórsöngvarinn Garđar Hólm, mesti söngmađur Íslands frá landnámsöld og til dagsins í dag. Hann sagđi líka, ađ ţađ lćri enginn ađ syngja; ennfremur ađ ćvinlega eigi ađ syngja eins og veriđ sé ađ syngja yfir marhnút, annar söngur sé falskur.

Efilaust hefir Hrefna Líf Ólafsdótiir Snapp orđ Garđars Hólm ađ leiđarljósi er hún syngur fyrir hundana. Ţó er sá munur á ađ ţegar sungiđ er yfir hundum ţá ćsast ţeir upp, en ţegar sungiđ er yfir dauđum marhnúti gerist ekki neitt ţví marhnúturinn er dauđur og engar sögur eru af ţví ađ slíkur fiskur hafi risiđ frá dauđum fyrir söng.

Einhverju sinni tók Arinbjörn Arinbjörnsson upp á ţví af vangá ađ syngja fyrir hundinn sinn. Seppi brást hart viđ og trylltist. Ţeir er ađ komu sögđu ađ ţegar ţá bar ađ hafi Arinbjörn legiđ blóđugur á gólfinu og öll fötin í tćtlum en hundfjandinn setiđ ofan á hinum fallna og spangólađ. Síđan hefir Arinbjörn gćtt ţess vandlega ađ hundurinn hans heyri aldrei söng. Segjum nú sem so, ađ Arinbjörn fćri í sitt fínasta púss, ţví hann vćri ađ fara í jarđarför, og hann tćki hundinn međ. Ţađ vćri veriđ ađ jarđa merkispersónu og frćgur ópérusöngvar í kjól og hvítt hefđi veriđ fenginn til ađ syngja yfir hinum burtgengna og skemmta syrgendunum dálítiđ í leiđinni. En ţegar ópérusöngvarinn hefur upp raust sína ţá trompast Snati Arinbjarnar, honum halda aungin bönd, og hann rćđst í hendingskasti á ópérusöngvarann fyrir altarinu, rífur klćđi hans í tćttlur og blóđgar hann hér og ţar. Alla rekur í rogastans, nema ţann sem hvílir lúin bein í kistunni, ţví ţó hann viti fullvel hvađ fram fer í krigum hann ţá er honum alveg sama, er bara feginn ađ einhver viđstaddra hafi ţó haft vit á ađ kćfa öskrin í ópérusöngvaranum.


mbl.is Heldur tónleika fyrir hundana sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband