Leita í fréttum mbl.is

Uppvakningar og vandræðaskáld

burt2Það tók Framsóknarflokkinn þrjú ár að afgreiða Sveinbjörgu Birnu af höndum sér, það er nú afgreiðslutíminn þar á bæ. Það er ekki nema von að kerlingarkjökrinu hafi orðið það á að rugla saman hælisleitendum hjá Útlendingastofnun og hælisleitendum hjá Framsóknarflokknum. Gamla Framsóknarmaddaman, húskarlar hennar og griðkonur vissu ósköp vel fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að Sveinbjörg Birna væri óbetranlegt vandræðaskáld, enda skáldaði hún vandræði í ríkum mæli þessi þrjú ár sem hún var á ábyrgð Framsóknar; þegar borgarstjórnarhópur flokksins vildi ræða borgarmál, þá vildi Sveinbjörg bara tala um moskur, múslima og útlendinga á sömu bylgjulengd og Útvarp Saga gerir. Það sér hver maður sjálfur, meira að segja þó hann sé framsóknarmaður, að soleiðis andstyggilegur fábjánaháttur gengur ekki; samtal og orðræða í stíl frú Sveinbjargar hefur ekki gengið á Íslandi síðan Hitler karl hinn þýðverski tapaði nasistastríði sem auðvaldið studdi hann upphaflega til.

Í stinn sjötíu ár hafa íslenskir nasistar, fasistar og rasistar verið geymdir í myrkrakompu Sjálfstæðisflokksins. Það hafa þessi grey þagað þunnu hljóði allan þennan tíma. Svo hefir það gerst fyrir nokkrum árum, að illþýði þetta hefir sloppið út eins og minkarnir hér um árið. Og ekki var heldur að sökum að spyrja: kvikindin hófu strax ófagran óþverrasöng um dökkleita útlendinga, samkynhneygða og kommúnista, og í stað Gyðinga áður fyrr höfðu Muslimar tekið við hlutverki þeirra sem eiturpöddur í samfélagi hinna óviðjafnanlegu hreinu aría á eldfjallaeyjunni í norðri. Ekki er nokkur mögleiki til að mæla kvikindin máli; vitrænar rökræður eru ekki þeirra fag og því síður rök og staðreyndir; það er bara vaðið áfram í blindninni, hatrinu og lághvötunum. Það virist þurfa ekki minna en heila heimstyrjöld til að þagga niður í þessu fólki í sjötíu ár eða svo.

Nú segir Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður að það hafi verið glappaskot að leiða Sveinbjörgu Birnu til öndvegis Framsóknar í Reykjavík, og Gvöðfinna litla tekur undir þó svo hún hafi stutt málflutning Sveinbjargar með ráðum og dáð fyrir þremur árum.Og ekki rekur nokkurn mann minni til, að uppvakningurinn, sem þá var ráðsmaður í Fjósinu, hafi gert athugasemd við flumbrugang Sveinbjargar og moskuraus. Það má þó gamla Framsóknarmaddaman, húskarlar hennar og griðkur eiga, það þeim hefir þrátt fyrir allt tekist, með harmkvælum og sérkennilegri brundíllsku, að flæma tvö illa örtuð vandræðaskáld, með tiltölulega stuttu millibili, úr Fjósinu og yfir í svínastíuna. Það er ekki svo lítið afrek þegar alls er gætt.  

 


mbl.is Tekur ekki 2 til 3 ár að afgreiða mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband